Úrval - 01.08.1951, Page 102
100
ÚRVAL
ir að upp úr slitnaði með þeim
Aurelien, og hafði meira á
prjónunum; en söguefnin voru
alltaf hin sömu: Áróra og ó-
gæfa hennar. Áróra fann fróun
í sleitulausu starfi. Hún lék á
píanó, málaði, saumaði og bró-
deraði — en framar öllu skrif-
aði hún. Ef eitthvað kæmi fyrir,
varð hún að vera fær um að
vinna fyrir sér og börnum sín-
um. Casimir hafði líka ávítað
hana fyrir eyðslusemi og taldi
ávallt eftir heimilispeningana,
sem bó voru skornir við nögl.
Allt var á valdi hans.
Hún var sífellt að hugsa um
París og hópinn, sem lifði þar
og starfaði. Ó, að hún væri
frjáls og gæti lifað eins og þeir!
Hún gæti skrifað í blöðin eins
og Sandeau, sem var hættur við
lögfræðina og ætlaði að gerast
blaðamaður. Hví gat kona ekki
brotizt áfram eins og karlmenn-
irnir? Óráðshjal. Hún var eigin-
kona Casimirs, eða öllu heldur
fangi hans.
Dag nokkurn, þegar hún var
að leita að einhverju í skrifborði
manns síns, rakst hún á bögg-
ul, sem nafn hennar var skrif-
að á. Hún athugaði böggulinn
nánar og las: Opnist ekki fyrr
en að mér látnum. Hún opn-
aði böggulinn.
„Guð minn góður, hvílík erfða.
skrá!“ skrifaði hún 3. desember
1830. „Formælingar og ekkert
annað. Hann hafði safnað þarna
saman allri reiði sinni og gremju
út í mig, öllu vantrausti sínu á
skapgerð minni. . . . Án þess
að hika andartak, fór ég á fund
hans og setti fram kröfur mín-
ar.“
Erfðaskrá Casimirs gat ekki
fundizt á heppilegri tíma. Áróra
færði sér umsvifalaust í nyt, það
sem í henni stóð. Casimir gat
ekki hreyft mótmælum, því að
í skjalinu stóð það svart á hvítu,
hvaða álit hann hafði á eigin-
konu sinni og hann hlaut að vera
feginn að losna við slíka mann-
eskju. Casimir reyndi að blíðka
Áróru, en allt kom fyrir ekki.
Hún var fastráðin í því að láta
sér þessa bendingu örlaganna að
kenningu verða.
Hún hélt af stað til Parísar
hinn 4. janúar, grannvaxin kona,
sveipuð sjali, litlu hærri en son-
ur hennar. Casimir hafði sam-
þykkt, að hún mætti dvelja sex
mánuði í París á móti hverjum
þrem, sem hún dveldi í Nohant,
og lífeyrir hennar skyldi vera
250 frankar á mánuði, meðan
hún dveldi í borginni. Þau skildu
reiðilaust. Það var líkast því
sem hún væri að kveðja strang-
an föður og ætlaði að fara að
bjarga sér á eigin spýtur.
Áttunda dag janúarmánaðar
1831, að kvöldlagi og í kulda-
nepju, staðnæmdist póstvagninn
á vagnatorginu við Rue Racine.
Áróra hafði haft nægan tíma
til þess að íhuga sporið, sem hún
hafði stigið. Hún gat enn snú-
ið við.
„Velkomin í listamannahverf-
ið!“ sagði kunnugleg rödd, um