Úrval - 01.08.1951, Page 102

Úrval - 01.08.1951, Page 102
100 ÚRVAL ir að upp úr slitnaði með þeim Aurelien, og hafði meira á prjónunum; en söguefnin voru alltaf hin sömu: Áróra og ó- gæfa hennar. Áróra fann fróun í sleitulausu starfi. Hún lék á píanó, málaði, saumaði og bró- deraði — en framar öllu skrif- aði hún. Ef eitthvað kæmi fyrir, varð hún að vera fær um að vinna fyrir sér og börnum sín- um. Casimir hafði líka ávítað hana fyrir eyðslusemi og taldi ávallt eftir heimilispeningana, sem bó voru skornir við nögl. Allt var á valdi hans. Hún var sífellt að hugsa um París og hópinn, sem lifði þar og starfaði. Ó, að hún væri frjáls og gæti lifað eins og þeir! Hún gæti skrifað í blöðin eins og Sandeau, sem var hættur við lögfræðina og ætlaði að gerast blaðamaður. Hví gat kona ekki brotizt áfram eins og karlmenn- irnir? Óráðshjal. Hún var eigin- kona Casimirs, eða öllu heldur fangi hans. Dag nokkurn, þegar hún var að leita að einhverju í skrifborði manns síns, rakst hún á bögg- ul, sem nafn hennar var skrif- að á. Hún athugaði böggulinn nánar og las: Opnist ekki fyrr en að mér látnum. Hún opn- aði böggulinn. „Guð minn góður, hvílík erfða. skrá!“ skrifaði hún 3. desember 1830. „Formælingar og ekkert annað. Hann hafði safnað þarna saman allri reiði sinni og gremju út í mig, öllu vantrausti sínu á skapgerð minni. . . . Án þess að hika andartak, fór ég á fund hans og setti fram kröfur mín- ar.“ Erfðaskrá Casimirs gat ekki fundizt á heppilegri tíma. Áróra færði sér umsvifalaust í nyt, það sem í henni stóð. Casimir gat ekki hreyft mótmælum, því að í skjalinu stóð það svart á hvítu, hvaða álit hann hafði á eigin- konu sinni og hann hlaut að vera feginn að losna við slíka mann- eskju. Casimir reyndi að blíðka Áróru, en allt kom fyrir ekki. Hún var fastráðin í því að láta sér þessa bendingu örlaganna að kenningu verða. Hún hélt af stað til Parísar hinn 4. janúar, grannvaxin kona, sveipuð sjali, litlu hærri en son- ur hennar. Casimir hafði sam- þykkt, að hún mætti dvelja sex mánuði í París á móti hverjum þrem, sem hún dveldi í Nohant, og lífeyrir hennar skyldi vera 250 frankar á mánuði, meðan hún dveldi í borginni. Þau skildu reiðilaust. Það var líkast því sem hún væri að kveðja strang- an föður og ætlaði að fara að bjarga sér á eigin spýtur. Áttunda dag janúarmánaðar 1831, að kvöldlagi og í kulda- nepju, staðnæmdist póstvagninn á vagnatorginu við Rue Racine. Áróra hafði haft nægan tíma til þess að íhuga sporið, sem hún hafði stigið. Hún gat enn snú- ið við. „Velkomin í listamannahverf- ið!“ sagði kunnugleg rödd, um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.