Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 109
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR —
107
myndi aldrei elska karlmann
framar, sagði hún við sjálfa sig.
Hún gerði sér ekki ljóst, að milli
hennar og Mussets var mikill
andlegur skyldleiki.
Hún aðvaraði hann, en hún
gerði það engu síður sér til varn-
ar en honum til verndar. Hún
kvað hjarta sitt vera sært —
hún gæti engan elskað framar.
Oghvernig svaraði hann? „Sjúk-
dómur yðar er ekkert spaug ...
En því miður hefur ekki enn
verið fundinn upp plástur, sem
læknar þjáð hjarta.“
Hún sendi honum áritað ein-
tak af Lélia, og hann las bók-
ina, í þetta skipti án þess að
hafa blýant við höndina. Hann
skrifaði höfundinum, fullur að-
dáunar: „Það eru tuttugu síð-
ur í Lélia, sern leita beint til
hjartans, opinská, þróttmikil
frásögn. Þessar síður valda því,
að þér eruð George Sand, en
ekki hin eða þessi frú, sem skrif-
ar bækur.“
Tuttugu blaðsíður úr tveim
bindum — ekki var nú oflofið.
En George Sand var ánægð. Það
var erfitt að þóknast þessum
dásamlega unga manni.
Hann féllst á, að þau skyldu
halda kunningsskap sínum inn-
an takmarka venjulegrar vin-
áttu. Öðru hvoru kom það fyr-
ir, að honum hætti til að gleyma
þessu heiti sínu, eins og þegar
hann sagði, að „hin fögru, svörtu
augu hennar“ hefðu haldið
fyrir sér vöku, svo að hann
hefði orðið að fara á fætur til
þess að teikna mynd af henni.
En hvar sem þau voru saman,
hvort sem það var nú uppi á
turnum Notre-Dame kirkjunnar
eða í Luxembourggarðinum, þá
var hegðun hans óaðfinnanleg.
Daginn eftir að þau höfðu
farið í eina slíka gönguferð, fékk
George Sand bréf, sem kom
henni ekki algerlega á óvart.
„Kæra George, ég þarf að segja
þér dálítið kjánalegt og hlægi-
legt . . . Þú hlærð áreiðanlega
að mér og ásakar mig fyrir
mærð og orðskrúð. Þú rekur
mig á dyr og heldur að ég sé
að Ijúga. Ég elska þig. Ég hef
elskað þig frá því að ég sá þig
fyrst.“ Hvaða óhamingjusamur
unglingur sem var, gat hrópað
til hennar slík ástarorð. George
Sand hefði ekki látið bugast af
þeim. En eitt orð í bréfinu gat
hún ekki staðizt. „Þú ættir að
elska þá, sem kunna að elska.
Ég kann ekki annað en þjást...
Vertu sæl, George. Ég elska þig
eins og barn.“
Barni gat George ekki neit-
að um neitt.
„Ef til vill hef ég guðlastað
í Lélia,“ skrifaði hún. „Guð, sem
sýslar ýmislegt annað og meira
en að hefna sín, hefur innsiglað
vonir mínar með því að fylla
hjarta mitt aftur fögnuði æsk-
unnar og neyða mig til að játa,
að hann hafið gefið öllum hæfi-
leika til að njóta hinnar æðstu
gleði.“
En ástin hafði ekki fyrr sam-
einað þessi tvö skáld en hún