Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 110

Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 110
108 ÚRVAL breyttist í kvalatæki, sem jók á þjáningar þeirra beggja. I aug- um Mussets var það ástin sjálf, sem var þýðingarmest, hún var algleymið, sem hann þráði; kon- an, sem ástina veitti, var minna virði, þó raunar yrði líka að taka nokkurt tillit til hennar. Honum hafði fundizt ein kon- an vera annarri lík, og nautn- in var sú sama — þangað til hann kynntist George Sand. Hún var öðruvísi. Hún var engu á- stríðuminni en hann — en hún var meira en ástríðufull kona. Nautnabikarinn bjó yfir meiru en nautninni einni saman. Það var í sjálfu sér dásamlegt. En Musset var þannig gerður, að það veitt honum alltaf sérstak- an unað að vera öllum öðrum fremri. Hann varð að brjóta þenna undursamlega nautnabik- ar í mola. Hann hóf þetta starf sitt að yfirlögðu ráði og lagði sig allan fram. Hann reyndi að móðga hana í orðum, þegar aðrir voru viðstaddir, fólk sem hafði mikið álit á henni og verkum hennar. Ekki svo að skilja, að hann væri ekki sammála almenningsálitinu um það, að hún væri mikil skáld- kona. Hann kallaði hana stund- um sjálfur „guðdómlega veru“. En með því að mola dálítið úr skurðgoðinu, var hægt að láta það nálgast mannlegan ófull- komleika. Og auk þess óx hann sjálfur að sama skapi. George Sand, sem hafði þráð mann, sem væri fær um að drottna yfir henni, beygði sig fyrir ofbeldi hins unga manns. „Dag nokkurn kraup hún við fætur hans og sagði honum frá öllu, sem á daga hennar hafði drifið — leyndi engu, bar ekki í bætifláka fyrir neitt. Musset drakk í sig hvert orð með áfergju, og þegar hún hafði lokið máli sínu, lyfti hann henni upp, gripinn „æðisgengnum fögnuði“. Loks átti hann hana alla — honum hafði hlotnazt hin. æðsta sæla. Hann hafði séð nið- urlægingarsvipinn á andliti hennar og tárin í augum henn- ar; hann hafði heyrt sorgmædda rödd hennar, sem kafnaði öðru hvoru í ekka. Hann réð sér ekki fyrir fögnuði. „Alfred de Musset,“ skrifaði Delacroix einu sinni, „notar penna sinn eins og grafal. Með honum ristir hann í h jarta manns- ins og drepur hann síðan með eitri sálar sinnar.“ Og nú fór Musset að rista í sitt eigið hjarta. Hann særði sjálfan sig miklum og djúpum sárum. Hvernig hafði fortíð hans sjálfs verið ? Hvaða framtíð myndi bíða hans ? Hann, sem lifði, elsk- aði og þjáðist svo taumlaust og ákaflega, en gat jafnframt at- hugað sjálfan sig og aðra rneð ró vísindamannsins, fór nú að skyggnast inn í sitt eigið sál- arlíf. Skömmu eftir að George Sand sagði honum ævisögu sína, fann hún hann reikandi um skóginn í hálfgerðu æði. Augnaráð hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.