Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 122
120
ÚRVAL
var orðinn hrifinn af henni, var-
aðist hún að gefa honum undir
fótinn. Chopin var einmana og
menn leita sér oft konu í móður-
stað, þegar svo stendur á. Eða
ef til vill var hann að reyna hið
gamla þjóðráð, að gleyma gam-
alli ást með því að tendra nýja.
Hann lék fyrir hana í einrúmi
hin viðkvæmu og þunglyndislegu
verk sín, sem voru svo lík hon-
um sjálfum, að það var eins og
hann væri persónugervingur
þeirra. Þau urðu bæði djúpt
snortin. Dag nokkurn kyssti
hann hana.
Chopin var ástfanginn, ef til
vill í fyrsta skipti alvarlega ást-
fanginn, og George Sand endur-
galt ásthans. ,,Húnelskarmig!“
Skrifaði Chopin í dagbók sína.
„Hve Áróra er yndislegt nafn!“
I hans augum var það ekki Ge-
orge Sand, skáldkonan og bylt-
ingasinninn, sem elskaði hann,
heldur konan Áróra.
George bauð Chopin til No-
hant. Maurice, sem nú var orð-
inn sextán ára, var ekkert hrif-
inn af hinum nýja heimilisvini,
og sama máli gegndi um So-
lange.
Chopin einn fann það, sem
hann hafði leitað að — rólegt
heimilislíf, sem veitti honum
vinnufrið. Hann óskaði þess, að
hann væri í sporum Maurices,
eftirlætisbarns George Sand. Hví
skyldi hann ekki eignast heimili
að lokum? Hann undi sér vel
hjá þessari fjölskyldu, þar sem
fólkið skildi þörf hans fyrir ein-
veru og forðaðist að ónáða
hann.
Yfir þrjátíu tónverk hans
höfðu þegar verið gefin út, þar
á meðal hinir tveir Concertar
hans, Ballade í G-moll og fyrsti
flokkur Études, ásamt mörgum
völsum, mazúrkum og öðrum
tónsmíðum. Ekki voru aliir jafn-
hrifnir af verkum hans, en um
eitt voru menn sammála: Þetta
var músik, og svo sérkennileg
músik, að enginn þurfti að vera
í efa um að hún væri eftir Cho-
pin. Honum svipaði eins mikið
til tónsmíða sinna og þeim svip-
aði til hans. Þegar hann settist
við píanóið með kertaljósinu, var
sem tónverk hans hefðu tekið
sér líkamlegt gervi; þegar ha.nn
lék, var sem hann rynni saman
við tónana.
Um haustið hvarf Chopin aft-
ur til Parísar. Hann hafði haft
gott af dvöhnni í sveitinni. Hann
hafði unnið mikið, og hann ha fði
sannprófað, að sér liði vel í ná-
vist George Sand. George átti
líka skemmtilegar endurminn-
ingar frá dvöl hans, en hún hafði
beyg af Maurice, sem augsýni-
lega mislíkaði, að hún skyldi
hafa svo náinn kunningsskap við
Chopin. Þegar hún fór til París-
ar um haustið, gerði hún því
þá varúðarráðstöfun, að senda
Maurice til Le Havre, svo að
hún gæti hitt Chopin ein. Hún
var ekki í neinum vafa um það,
að sambúð þeirra gæti skapað
þeim skilyrði til mikilla afreka.
George vann að ritstörfum af