Úrval - 01.08.1951, Page 128
126
ÚRVAL
hófst ef til vill farsælasta skeiðið
í list hennar. Hún hafði alltaf
fundið skyldleika sinn við nátt-
úruna, sem gert hafði hana hálf-
dultrúaða, og nú fann þessi sam-
kennd hljómgrunn í því lífi, sem
bærðist við brjóst sjálfrar jarð-
arinnar. Hún skrifaði um fólk-
ið, sem hún hafði þekkt náið
allt frá barnæsku. En mynd
hennar var svo víðfeðm, að hún
fól í sér allt lífið, og persónurn-
ar, sem hún skóp svo sannar,
áð þær urðu algildar.
f þessum nýja anda skrif-
aði hún sögu eftir sögu af
óþrjótandi ímyndunarafli sínu.
Sumum sögum sínum, svo
sem Frangois le Champi, breytti
hún í leikrit. Þessu Ieikriti var
svo vel tekið, að hún ákvað að
halda áfram leikritagerðinni. Á
árunum 1851—56 voru mörg
leikrit hennar sýnd í leikhúsum
Parísarborgar.
Eftir því sem hún óx í list
sinni, varð hið venjulega, ó-
breytta fólk henni hjartfólgn-
ara. „Hún bar ávallt djúpa virð-
ingu fyrir ofurmennum andans,
en þjáning fólksins snart hana
þó meira,“ skrifaði Oscar Wilde.
„Hún var óeigingjarnasta skáld
aldarinnar. Hún fann til ógæfu
allra annarra en sjálfrar sín.“
#
Árin liðu. Og að lokum öðlað-
ist hrjáð hjarta George Sand
frið við milda ástúð Alexanders
Manceau, er komið hafði sem
gestur Maurices til Nohant, og
dvaldi þar síðan upp frá þvL
Manceau var mjög fjölhæfur
maður. Hann málaði, var góð-
ur leturgrafari og skrifaði fagra
rithönd. Hann dáði mjög rithöf-
undinn George Sand, og bar auk
þess leynda ást í brjósti til hinn-
ar „góður frúar í Nohant“. Hún
varð snortin og þakklát og
hjarta hennar þiðnaði í hlýju
hinnar óeigingjörnu ástar hans.
George átti enn eftir að vinna
sigra, enda þótt hinn „nýi skóíi“
naturalista og realista teldu
hana þegar orðna gamaldags.
Penni hennar var enn máttugur
og baráttuþrekið ólamað.
Árið 1863 hóf hún af nýju
baráttu fyrir gömlu áhugamáli
í sögunni Mademoiselle La Quin-
tinie, sem með nokkrum rétti
getur kallazt systursaga Spiri-
don. Lesendur hennar skiptust
í tvo andstæða hópa út af þess-
ari skáldsögu, sem var árás á
klerkastéttina. Ungir byltinga-
sinnar Iitu á bókina sem tákn
þess, að harðvítug barátta gegn.
klerkastéttinni væri í uppsigl-
ingu, en aðrir töldu hana merki
þess, að sá vondi væri að leggja
til atlögu gegn kirkju og kristni.
Þegar deilurnar um þessa sögu
voru sem harðastar, í febrúar-
mánuði 1864, átti frumsýning á
einu leikriti George Sand að fara
fram, og hún var kvíðin yfir
móttökunum, sem það kynni að
fá, því að hiti var mikill í mönn-
um.
Dagurinn byrjaði ekki vel.
Klukkan tíu um morguninn fóru