Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 131
Sitt af hverju.
Frarahald af 4. kápusíðu.
tímans segja, að sögnin hafi gert
meiri hetju úr Jason en efni stóðu
til, hann hafi í raun og veru ver-
ið lítið betri en veiðiþjófar vorra
tíma, sem ræna úr netum heiðar-
legs fólks að næturlagi.
Það er alkunna, að í framburði
sumra fljóta er fínn gullsandur.
Þetta vissu menn þegar á fyrstu
tímum grikkja, og menn fundu ráð
til að skilja gullið frá SEindinum.
Til þess voru notuð gæruskinn.
1 sauðaullinni er sem sé fituefnið
lanolin — og enn í dag fæst lano-
lin ekki úr öðru en sauðaull. Pyrir
ævalöngu höfðu menn tekið eftir,
að lanolinið hafði þann merkilega
eiginleika, að það gat „veitt" gull-
duftið í vatninu, en sanduriim
rann óhindraður í gegn. Þess
vegna lögðu menn gærurnar í
fljótin þar sem gullsins var að
vænta, og þeir urðu ríkastir, sem
lagt gátu flestar gærur á beztu
staðina í fljótunum. Þeir gátu einu
sinni í mánuði eða oftar dregið
upp hvert skinnið á fætur öðru,
glitrandi af gulldufti.
Menn eru nú þeirrar skoðunar,
að Jason hafi ekki verið slík hetja,
sem sögnin greinir. Hann hafi
blátt áfram verið foringi þjófa-
hóps (Argonautanna) sem flakk-
aði rnn og rændi úr „netum" frið-
samt fólks, og sem í eitt skipti
varð sérstaklega fengsæll.
Þegar frá leið, breyttist saga
þeirra I meðförum almennings, á-
virðingar þeirra gleymdust, en
eftir lifði minningin um dirfsku
og hreysti, er siðan varð uppistað-
an í goðsögninni.
Gaffall, skeið og hnífur.
Á velbúið borð vantar aldrei
gaffal, skeið eða hníf, og óvíða
á Norðurlöndum yndu menn þvi
að vera án þessara tækja. En
þannig hefur það ekki alltaf ver-
ið; það er ekki nema hálf önnur
öld síðan almenningur þekkti ekki
gaffal. Hnífurinn og skeiðin eiga
aftur á móti ævigamla forfeður,
hnífurinn þó eldri, því að hann
var til sem tinnufleinn þegar á
ísöld fyrir meira en 20000 árum.
Skeiðin kemur seinna til sög-
unnar; þó finnst hún í Danmörku
á síðari steinöld (um 2000 f. Kr.).
Hnífsblaðið breyttist úr tinnu í
bronz á bronzöldinni og síðan í
járn á járnöldinni, en skeiðin eða
spónninn var áfram búinn til úr
tré og beini, og hefur svo verið
fram á síðustu tíma. Frá síðari
steinöld hafa þó fundizt skeiðar
úr járni og silfri og voru hinar
síðarnefndu komnar frá rómverj-
um. I fomöld, á miðöldum og
endurreisnartímabilinu var skaft-
ið á skeiðunum alltaf sívalt. Flatt
skaft, eins og nú tíðkast, kom
fyrst fram í byrjun 17. aldar.
Eins og áður segir, var gaff-
allinn að heita má óþekktur fyrir
hálfri annarri öld, þó að hann væri
til í Evrópu þegar á 11. öld. Á
þeim tíma átti kona hertogans
Framhald á 2. kápusíðu.