Úrval - 01.06.1953, Page 7

Úrval - 01.06.1953, Page 7
ÍTALSKAR KVIKMYNDIR 5 náið samstarf að ræða. En það er hafið yfir allan efa, að það hefur haft ómetanlegt gildi fyrir myndirnar, að þær hafa verið mótaðar af víðsýni og skáldlegum sköpunarmætti, næstum ótrúlega víðtækri mannþekkingu og þjóðfélags- legum skilningi eins manns. Það hefur gefið þeim heildar- svip og tengt þær enn nánar saman. Hugið að nafni hans næst þegar þið sjáið góða ítalska mynd. Ég legg áherzlu á orðið „góða“, því að eins og í öllum löndum eru búnar til lélegar myndir í Italíu — myndir sem ekki hafa neitt listagildi og er ætlað það eitt hlutverk að mala gull með tilstyrk glæsi- legrar leikkonu eða góðrar hug- mvndar. Og ítalskar leikkonur hafa óneitanlega vakið athygli víða um heim, t. d. hrísgrjóna- stúlkan Silvana Magnana og Gina Lollobrigida, „stúlkan með fallegustu brjóst í heimi“, sem lék í frönsku myndinni Fanfan la Tulipe. Þessar myndir afla ítölskum myndum á sinn hátt nýrra aðdáenda, hér eru nýjar stjörnur sem menn vilja fá að sjá aftur. Að lokum skulum við líta á hvað við megum eiga von á af ítöiskum myndum í framtíð- inni. Mynd Vittorio de Sica, Umberto D, hefur þegar verið nefnd, einnig myndir Castell- anis: Undir sól Rómar og Þa'ö er vor, sem lýsir ungurn um- ferðarsala er gerist sekur um tvíkvæni. Myndir þessar eru í sérflokki hvað snertir listrænt gildi. Af gamanmyndum er ein sem heitir Lögregiumaöurinn og þjófurinn. Fabrizi, (sem lék prestinn í Óvarinni borg) leik- ur lögreglumanninn, sem á að handsama þjófinn Toto (vin- sælasta trúð á ítalíu), ef hann vill ekki eiga á hættu að missa stöðuna. Þessi eltingarleikur er sprenghlægilegur, en bezt af öllu er, að þegar lögreglumað- urinn hefur loks náð þjófinum, er okkur sögð hjartnæm saga um skyldleika og sannan fé- lagsanda — án þess hið skop- lega skemmist nokkuð. Þetta sambland skops og tilfinninga er ítalskt einkenni. Að lokum er það nefnilega þjófurinn, sem verður að draga lögreglumann- inn í áttina til fangelsisins. En sem endurgjald fyrir handtök- una lofar lögreglumaðurinn að senda fjölskyldu þjófsins bréf- kort víðsvegar að af landinu til þess að hún fái ekki að vita hið sanna en haldi að hann sé í söluferð. Það er sannur skáld- skapur í þessum gamanleik (eftir Zavattini) og myndin rnun án efa verða vinsæl. Rossellini hefur verið í öldudal undanfarin tvö ár, með mynd- ir eins og t. d. Stromboli, en nýlega náði hann sér aftur á strik með myndinni Evrópa 51, þar sem Ingrid Bergman leik-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.