Úrval - 01.06.1953, Síða 11
LlF 1 STAÐ DAUÐA
9
úr þessum skaðlegu áhrifum.
Þetta tókst honum með því að
nota karbólsýruna allmikið
þynnta og nota þannig umbúðir
að þær héldu sem lengst í sér
karbólsýrunni.
Hann lét einnig hreinsa skurð-
tækin með sóttvarnarefnum,
þvoði sér um hendumar og sótt-
hreinsaði þær á undan hverri að-
gerð og gerði aðrar ráðstafanir
sem hindrað gátu eða dregið
úr hættunni á sýkingu. Eft-
ir nokkurn tíma tók hann
upp á að láta úða karbólsýru
í andrúsmloftið í sjúkrastofun-
um. En hann varð brátt að
hætta því, þar eð fyrir kom að
bæði sjúklingar og læknar fengu
karbólsýmeitrun.
Um þessar nýju aðferðir sín-
ar skrifaði Lister í læknatíma-
ritið Lancet vorið 1867. Á lækna-
fimdi í Dublin sama ár hélt hann
fyrirlestur um sama efni. Um
árangurinn af aðferðum sínum
sagði hann m. a.: ,,Ég hef oft
blygðast mín fyrir að þurfa að
tilkynna svona mörg tilfelli af
spítaladrepi og blóðeitrun í
skýrslum mínum. Ef í öllum, eða
næstum öllum rúmum, lágu sjúk-
lingar með opin sár, brást varla
að þessir fylgikvillar kæmu til
sögunnar. En síðan sótthreins-
unaraðferðir mínar voru teknar
í notkun, hefur orðið gjörbreyt-
ing á sjúkrastofum mínum. Und-
anfarna níu mánuði hefur eng-
inn sjúklingur fengið blóðeitrun,
spítaladrep eða heimakomu."
En þö að Lister gæti sýnt
fram á svona góðan árangur af
aðferðum sínum, fengu þær mis-
jafnar undirtektir hjá starfs-
bræðrum hans í Englandi. Marg-
ir gagnrýndu harðlega bæði að-
ferðimar og Lister sjálfan og
töldu sumir hann skottulækni.
Nú var Lister að vísu ekki
ræðumaður, hann stamaði dá-
lítið, og auk þess var honum
ósýnt um að skrifa. Það má því
kannski segja andstæðingum
hans til afsökunar, að andstaða
þeirra hafi verið reist á mis-
skilningi. Auk þess hafði hon-
um ekki tekizt að færa sönnur
á að bakteríur væru meginorsök
sárasjúkdóma.
Það var í rauninni aðeins á-
gizkun, sem studd var sterkum
líkum, en það átti eftir að koma
í ljós, að þessi ágizkun var rétt.
í raun og veru var öflugasta
andstaðan sprottin af öfund og
afbrýðisemi, eða af því að and-
stæðingarnir höfðu ekki kynnt
sér nægilega grundvallaratriðin
sem Lister reisti aðferðir sín-
ar á.
1 Þýzkalandi og Austurríki
fékk Lister ákafa fylgjendur.
Einn þeirra var Nuszbaum pró-
fessor í Miinchen. Hann skrifaði
árið 1875 eftir að hann hafði
notað sótthreinsunaraðferðir
Listers: „Undanfarið ár hafa í
rauninni ekki dáið aðrir sjúk-
lingar en gamlir krabbameins-
sjúklingar eða fólk, sem hefur
brotið á sér höfuðkúpuna . ..“
Því hefur verið haldið fram,
að ástæðan til þess að skurð-