Úrval - 01.06.1953, Síða 12
10
ÚRVAL
læknisfræðin í þessum löndum
stóð á miklu hærra stigi en ann-
arsstaðar á síðari helming 19.
aldar hafi einmitt verið sú, að
aðferðir Listers voru þar
snemma og almennt teknar í
notkun.
Eftir að Lister hafði verið
gerður prófessor í skurðiækn-
ingum við háskólann í Edinborg
árið 1869, sem eftirmaður
tengdaföður síns, James Syme,
sem var frægur skurðlæknir, hélt
hann áfram að endurbæta sótt-
varnaraðferðir sínar. Einkum
náði hann góðum árangri með
tilraunum sínum til að dauð-
hreinsa girni (eatgut), en það
er þráður, sem gerður er úr göm-
um grasæta og notaður er til
að binda fyrir æðar og sauma
djúpt í skurði. Þráður þessi eyð-
ist í líkamanum.*)
Á þeim tímum notuðu menn
silkiþráð til að binda fyrir æðar
og létu Ianga þráaðrenda lafa
út úr sárinu. Oft gróf þráðurinn
út eftir nokkra daga, og var
hann þá tekinn með því að toga
í endana. Ósjaldan olli þetta
hættulegum blæðingum.
Notkun dauðhreinsaðs girnis
var geysimikil framför. Nú var
hægt að sökkva þræðinum í
skurðinn og loka sárinu strax.
Þar með vom sköpuð skilyrði
til að framkvæma stórar og
vandsamar skurðaðgerðir.
Lister endurbætti einnig dauð-
*) Sjá greinina „Þegar lífið hang-
ir á þræði“ í 3. hefti þ. á.
hreinsun sáraumbúða og byrj-
aði á að nota gúmmíkerra til að
taka við útferð úr sárum. Fyrsti
sjúklingurinn, sem hann notaði
við gúmmíkerra var Viktoría
Englandsdrottning.
Er frá leið, óx Lister í áliti og
fjöldi lækna víðsvegar að úr
heiminum kom til Edinborgar,
sem þá var orðin miðstöð skurð-
læknisfræðinnar. Þó hlaut hann
frekar kuldalegar móttökur þeg-
ar hann var skipaður prófessor
í skurðlækningum við Kings
College í London. Mælt er að
þekktur skurðlæknir í London
hafi sagt eftir að hann hafði
í fyrsta sinn séð Lister gera við
brotna hnéskel: „Þegar þessi
sjúklingur er dáinn, vona ég að
höfðað verði mál á hendur þess-
um manni, svo að loksins verði
hægt að taka hann fastan.“
En eftir því sem árin liðu,
hlaut andstaðan að linast. List-
er, sem áður hafði verið gagn-
rýndur og hæddur af starfs-
bræðrum og stúdentum, var nú
hlaðinn hverskonar heiðurs-
merkjum og titlum. Hann varð
forseti Konunglega brezka vís-
indafélagsins, var sæmdur aðals-
tign og hlaut setu í efri mál-
stofu brezka þingsins, og er
hann eini skurðlæknirinn, sem
hefur verið aðlaður fyrir læknis-
störf sín. Auk þess var hann
gerður heiðursfélagi í f jölda vís-
indafélaga víðsvegar um heim.
Síðustu árin lifði Lister kyrr-
látu einstæðingslífi í litlu fiski-