Úrval - 01.06.1953, Síða 18
16
tJRVAL
sjálfstrausts. Og sjálfsgagnrýn-
in er engin. Sérhver fyndni sem
þú býrð til, finnst þér óborgan-
leg; þér finnst samtölin þín á-
nægjulega lík samtölum sem þú
hefur lesið í bókum annarra, lýs-
ingar þínar snjallar og falla vel
að efninu. Að því er ég bezt
man, hafði ég aðeins áhyggjur
af einu: hvort sagan næði
80.000 orðum. Mér hafði verið
sagt, að 80.000 orð væri það
minnsta, sem útgefendur litu
við, og mér óx sú lengd mjög
í augum.
Ég hlýt að hafa vitað, að til
væri eitthvað sem héti bók-
menntir — að minnsta kosti
hafði ég lært bókmenntasögu í
skóla. En þrátt fyrir hégóma-
girnd mína kom mér aldrei til
hugar að reyna að skrifa neitt
það, sem talizt gæti til bók-
mennta. Hið eina, sem mig lang-
aði til, var að búa til bók —
og til þess þurfti ég að skrifa
80.000 orð. Nei, bíðið við! Það
er ekki rétt að eina von mín
hafi verið að búa til bók. Það
sem ég vildi, var að búa til
„snjalla" bók.
Ég hafði í huga það sem ég
hélt, í sakleysi mínu, að væri
algerlega nýtt efni, túlkun á
sögu Nýja testamentisins í nú-
tímabúningi, eða öllu heldur
framtíðarbúningi, þar sem fólk
ferðaðist í geysistórum loftför-
um. Það var trú mín, að þetta
söguefni (sem mér var full al-
vara með) mundi valda talsverð-
um úlfaþyt, og ég sá fram á
að allt líf mitt mundi breytast
við útkomu bókarinnar. Ég
ímyndaði mér að ritstjórar, sem
áður höfðu endursent smásögur
mínar af óskeikulli reglusemi,
myndu brátt gleypa við þeim.
Ég sá mig í anda kveðja hús-
bændur mína og verða það sem
mig hafði dreymt um frá
bernsku — atvinnurithöfundur..
Eða trúði ég í alvöru á þessa
dagdrauma? Ég veit það ekki:
með vissu.
Það var góðvild Philips Gibbs,
hins góðkunna rithöfundar og
blaðamanns, að þakka, að þetta
fjarstæðufulla verka var, eftir
að hafa farið bónleið til margra
búða, gefið út. Hann gaf mér
meðmæli til útgefanda síns, og
það dugði. Ég fékk 27 pund
fyrir bókina. Það var skrifað
um hana — af einstöku umburð-
arlyndi — í eitt blað í London
og annað úti á landi, að mig
minnir. Og ég hugsa, að einn
eða tveir göfuglyndir menn hafi
jafnvel keypt hana; einhver
bjartsýnn maður hlýtur að
minnsta kosti að hafa keypt ein-
takið sem ég fann í Lincoln. En
allt um það: þetta urðu endalok
málsins — nema að þeim tókst
ekki að kæfa í mér löngunina
til að skrifa.
Já, þessi fyrsta tilraun mín
var hörmulegt samsull. En tala
ég í einlægni, þegar ég segi að
þessi vandræðabók hefði verið
betur óskrifuð? Ég er ekki viss
um að tíminn sem fór í að skrifa
hana, hafi farið alveg til einskis.