Úrval - 01.06.1953, Síða 20

Úrval - 01.06.1953, Síða 20
18 ORVAL. ferðir mínar. Með því á ég við aðferðir til að kveikja hugmynd- ir, sem höfðu gripið mig, í huga lesandans og jafnframt halda honum vakandi. I fyrstu hafði ég ekki hugmynd um að slíkt vandamál væri til. Ég gekk ó- trauður til verks af því að ég vissi ekki að til þess þyrfti neina sérstaka hæfileika. Ef ég hefði ekki byrjað þannig, mundi ég aldrei hafa byrjað. Og ef ég hefði ekki fundið útgefanda að bókinni, er eins líklegt að ég hefði sagt skilið við drauminn um að verða rithöfundur, sem frá mínu sjónarmiði hefði verið miður farið. Mig minnir það hafi verið Vol- taire sem sagði, að ef hann ætti son sem vildi gerast rithöfund- ur, mundi hann kyrkja hann af einskærri föðurást. Ég viður- kenni þá speki, sem felst í þess- um orðum. Af öllum þeim störf- um, sem ég hef stundað mér til lífsframfæris, eru ritstörfin langerfiðust, og jafnframt ein- manalegust. Fá störf munu vera jafnrík af vonbrigðum. En þó held ég að sá sem tekið hefur bakteríuna í sig, geti aldrei orð- ið fyllilega ánægður í öðru starfi. Stærsti gallinn á fyrstu bók- inni minni var, að hún var „bú- in til“. Það var í henni hugmynd sem var einlæg — eitthvað sem hafði gripið mig sterkum tökum — en í stað þess að láta hug- myndina vaxa og verða að bók, byggði ég utan um hana hrófa- tildur þar sem henni var aðeins ætlað lítið hólf. Ekkert sem lík- ist list er hægt að skapa þannig. Og samt trúi ég því nú, að sú hvöt sem knúði mig til að skrifa þessi 80.000 orð, hafi ekki aðeins verið ungæðisleg löngun til að rumska við vinum mínum og stækka mig í augum þeirra. Eitthvað annað var þar að verki, eitthvað sem ég get aðeins skýrt þannig: Segjum að þú sért staddur í París, á ferð í neðanjarðarlestinni. Nálægt þér stendur gömul kona, sóða- leg til fara, í þessum ótrúlega. þykku, svörtu sokkum, sem eru næstum að segja einkennis- búningur kvenna af hennar tagi. Við hlið hennar stendur lítill, fölleitur drengur með granna fótleggi og blautt nef. Lestin tekur snögga beygju og gamla konan leggur höndina á öxl drengsins til að styðja hann. Hann lítur upp til hennar, ef til vill dálítið óþolinmóður á svipinn, því að honum finnst hann vera of gamall fyrir þess- konar móðurumhyggju. Hún lít- ur niður á hann, og brosir lítið eitt. Þá brosir hann á móti. Þú veizt, samstundis, að hann er barnabarn hennar — ef til vill eina barnabarnið hennar. Þú veizt um leið að öll ást hennar, allt stolt hennar, er sameinað í honum. Og þú veizt meira. Á þeirri stundu þegar þessar tvær mannverur skiptust á þessu brosi, birtist þér stór þáttur sammannlegrar reynslu — þú finnur allt í einu, að í fegurð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.