Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 20
18
ORVAL.
ferðir mínar. Með því á ég við
aðferðir til að kveikja hugmynd-
ir, sem höfðu gripið mig, í huga
lesandans og jafnframt halda
honum vakandi. I fyrstu hafði
ég ekki hugmynd um að slíkt
vandamál væri til. Ég gekk ó-
trauður til verks af því að ég
vissi ekki að til þess þyrfti neina
sérstaka hæfileika. Ef ég hefði
ekki byrjað þannig, mundi ég
aldrei hafa byrjað. Og ef ég
hefði ekki fundið útgefanda að
bókinni, er eins líklegt að ég
hefði sagt skilið við drauminn
um að verða rithöfundur, sem
frá mínu sjónarmiði hefði verið
miður farið.
Mig minnir það hafi verið Vol-
taire sem sagði, að ef hann ætti
son sem vildi gerast rithöfund-
ur, mundi hann kyrkja hann af
einskærri föðurást. Ég viður-
kenni þá speki, sem felst í þess-
um orðum. Af öllum þeim störf-
um, sem ég hef stundað mér til
lífsframfæris, eru ritstörfin
langerfiðust, og jafnframt ein-
manalegust. Fá störf munu vera
jafnrík af vonbrigðum. En þó
held ég að sá sem tekið hefur
bakteríuna í sig, geti aldrei orð-
ið fyllilega ánægður í öðru starfi.
Stærsti gallinn á fyrstu bók-
inni minni var, að hún var „bú-
in til“. Það var í henni hugmynd
sem var einlæg — eitthvað sem
hafði gripið mig sterkum tökum
— en í stað þess að láta hug-
myndina vaxa og verða að bók,
byggði ég utan um hana hrófa-
tildur þar sem henni var aðeins
ætlað lítið hólf. Ekkert sem lík-
ist list er hægt að skapa þannig.
Og samt trúi ég því nú, að sú
hvöt sem knúði mig til að skrifa
þessi 80.000 orð, hafi ekki aðeins
verið ungæðisleg löngun til að
rumska við vinum mínum og
stækka mig í augum þeirra.
Eitthvað annað var þar að verki,
eitthvað sem ég get aðeins
skýrt þannig: Segjum að þú
sért staddur í París, á ferð
í neðanjarðarlestinni. Nálægt
þér stendur gömul kona, sóða-
leg til fara, í þessum ótrúlega.
þykku, svörtu sokkum, sem
eru næstum að segja einkennis-
búningur kvenna af hennar tagi.
Við hlið hennar stendur lítill,
fölleitur drengur með granna
fótleggi og blautt nef. Lestin
tekur snögga beygju og gamla
konan leggur höndina á öxl
drengsins til að styðja hann.
Hann lítur upp til hennar, ef
til vill dálítið óþolinmóður á
svipinn, því að honum finnst
hann vera of gamall fyrir þess-
konar móðurumhyggju. Hún lít-
ur niður á hann, og brosir lítið
eitt. Þá brosir hann á móti. Þú
veizt, samstundis, að hann er
barnabarn hennar — ef til vill
eina barnabarnið hennar. Þú
veizt um leið að öll ást hennar,
allt stolt hennar, er sameinað
í honum. Og þú veizt meira. Á
þeirri stundu þegar þessar tvær
mannverur skiptust á þessu
brosi, birtist þér stór þáttur
sammannlegrar reynslu — þú
finnur allt í einu, að í fegurð