Úrval - 01.06.1953, Page 22
Samtímis illviðrahrotunni hér á landi fyrrihluta
árs 1949 gekk illviðrakafli yfir Miðvesturríki
Bandarikjanna. Hér er frásögn blaðamanns
af þeim náttúruhamförum.
Illviðrabálkurinn mikli 1949.
Grein úr „Readers Digest“
eftir Ben Funk.
ENGINN, ekki einu sinni veð-
urfræðingarnir sáu hann
fyrir. Mælitæki þeirra sýndu
ekkert sem benti til annars en
„þykknandi lofts og ef til vill
strjálings élja“. En 2. janúar
skall hann á með aftakaveðri.
Fárviðrið skall fyrst yfir
Wyoming- og Colorado-fylkin
með óhemju fannkyngi. Á
nokkrum mínútum stöðvaðist öll
umferð með bílum og flugvél-
um, og innan fárra stunda var
öll járnbrautaumferð stöðvuð.
Voða-bylurinn færðist yfir allt
eins og hvít heljar-martröð. Eft-
ir því sem bylurinn stóð lengur,
einangruðust fleiri borgir, og
einstök hús fennti upp á þak-
skegg. Um miðjan janúar voru
200.000 manns einangraðir og
sáu fram á svelti. En úti í hag-
anum hraktist nautpeningur og
kvikfénaður undan öskrandi
veðurofsanum, blindaður af
snjókomunni, þangað til hann
rakst á girðingar, sem heftu
flótta hans; þar stóðu aumingja
skepnumar í höm og króknuðu
í hrönnum af kulda og hungri.
Veðrahamurinn stóð í sam-
felldar sjö vikur, til 19. febrúar,
með nokkrum stuttum hléum.
Veðurstofunum reiknaðist svo
til, að sex „meiri háttar“ áhlaup
hefðu gengið yfir á þessum 48
daga illviðrakafla, 25 daga höfðu
verið ,,manndrápsveður“ og
frostið komst niður í 45 stig á
Celsius. Við og við stytti upp
snjókomuna, en þá var venju-
legast rok sem þeytti upp
lausamjöllinni svo skafrenn-
ingurinn lék lausum hala og
fennti í öll skjól.
Duglegir bændur, sem höfðu
háð marga hildi við veðurguð-
ina, sáu fram á að þessi bar-
átta var þeim um megn og að
bjargarvon þeirra yrði að byggj-
ast á hjálp utan frá. Og hjálpin
var fljótt í té látin. Flugvélar
hersins flugu á öllum tímum
sólarhringsins, þegar flugfært
var, og vörpuðu niður matvæl-
um, skjólflíkum og lyfjum til