Úrval - 01.06.1953, Side 24
22
tJRVAL
hafði að opna með miklum erf-
iðismunum, lokuðust stundum
algerlega nokkrum mínútum síð-
ar. 11. febrúar , — hálfum mán-
uði eftir að björgunarstarfið
hófst — lokuðust allir vegir,
sem tekizt hafði að opna, og
herinn varð að hefja allt starf-
ið að nýju.
Margir bílar stöðvuðust að-
eins nokkra metra frá veitinga-
húsum eða benzínstöðvum við
vegina, en þetta hefði eins get-
að verið mílur, því engum manni
er fært fótgangandi í slíku voða-
veðri. Menn blindast af hríðinni
og rokinu og ganga í hring, þar
til kuldinn og þreytan yfirbuga
þá. Nokkrir bændur urðu úti
milli hlöðu og bæjarhúsa. Flest-
ir þeir, sem voru í bílum er
stöðvuðust, vissu þetta og sátu
kyrrir í bílum sínum í von um
uppstyttu. Sumir króknuðu, aðr-
ir misstu hendur eða fætur, eft-
ir að björgunin barst. Philip
Roman hélt, að hann gæti kom-
ið konu sinni og tveim börnum
þeirra í húsaskjól, þegar bíllinn
hans varð fastur. Leitarmenn
fundu lík þeirra allra gaddfreð-
in í snjóskafli. Foreldrarnir
höfðu fært sig úr skjólflíkum
sínum til að skýla börnunum
með og síðan hulið þau líköm-
um sínum til að þess að reyna
að halda lífinu í þeim, — en allt
kom fyrir ekki.
Edward Heintzelman, sem sat
í bíl með fjórum öðrum í þrjá
sólarhringa, sagði, að þetta hefði
verið meiri raun en þriggja ára
helvíti í japönskum fangabúð-
um. „Við þorðum ekki að sofna,“
sagði hann, „því við bjuggumst
við að vakna ekki aftur. Gufan
af andardrætti okkar þakti rúð-
umar þumlungsþykku hrími, og
úti fyrir æddi öskrandi stórhríð-
in.“ Björgunarmenn, sem ekki
þekkja til stórhríðanna, undruð-
ust mjög, er þeir fundu þéttlok-
aða bíla fulla af snjó. En þetta
er ekki óalgengt, þegar snjór-
inn er þurr og rokstormur á.
Brátt eftir að veðrið skall á,
fóru að berast hetjusögur af
framgöngu einstakra manna í
sambandi við björgunarstarfið.
Sunnudagskvöldið, sem veðrið
skall á, ók W. L. Owens lang-
ferða-farþegabíl sínum („Grey-
hound bus“) eftir 85. þjóðveg-
inum og bjargaði 63 manns úr
bílum, er stöðvazt höfðu vegna
veðursins. Nokkuð af þessu fólki
var sofnað svefni kuldadoðans,
en hann kom lífi í það með högg-
um og núningi. Brátt voru 96
farþegar komnir í bíl hans, sem
aðeins var ætlaður 40. Rétt á
eftir mætti hann öðrum lang-
ferðabíl. Þeir skiptu farþegun-
um í báða bílana og reyndu að
halda áfram suður eftir, en
stöðvuðust báðir skömmu síðar.
Þeir fengu matarsendingar með
flugvélum, er vörpuðu þeim nið-
ur skammt frá bílunum. Á mið-
vikudag komust bílarnir aftur
á stað og til byggða.
WilliamM. Harrison, flugkenn-
ari, flaug margar hjálparferðir,
þar til litla flugvélin hans hrap-