Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 24

Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 24
22 tJRVAL hafði að opna með miklum erf- iðismunum, lokuðust stundum algerlega nokkrum mínútum síð- ar. 11. febrúar , — hálfum mán- uði eftir að björgunarstarfið hófst — lokuðust allir vegir, sem tekizt hafði að opna, og herinn varð að hefja allt starf- ið að nýju. Margir bílar stöðvuðust að- eins nokkra metra frá veitinga- húsum eða benzínstöðvum við vegina, en þetta hefði eins get- að verið mílur, því engum manni er fært fótgangandi í slíku voða- veðri. Menn blindast af hríðinni og rokinu og ganga í hring, þar til kuldinn og þreytan yfirbuga þá. Nokkrir bændur urðu úti milli hlöðu og bæjarhúsa. Flest- ir þeir, sem voru í bílum er stöðvuðust, vissu þetta og sátu kyrrir í bílum sínum í von um uppstyttu. Sumir króknuðu, aðr- ir misstu hendur eða fætur, eft- ir að björgunin barst. Philip Roman hélt, að hann gæti kom- ið konu sinni og tveim börnum þeirra í húsaskjól, þegar bíllinn hans varð fastur. Leitarmenn fundu lík þeirra allra gaddfreð- in í snjóskafli. Foreldrarnir höfðu fært sig úr skjólflíkum sínum til að skýla börnunum með og síðan hulið þau líköm- um sínum til að þess að reyna að halda lífinu í þeim, — en allt kom fyrir ekki. Edward Heintzelman, sem sat í bíl með fjórum öðrum í þrjá sólarhringa, sagði, að þetta hefði verið meiri raun en þriggja ára helvíti í japönskum fangabúð- um. „Við þorðum ekki að sofna,“ sagði hann, „því við bjuggumst við að vakna ekki aftur. Gufan af andardrætti okkar þakti rúð- umar þumlungsþykku hrími, og úti fyrir æddi öskrandi stórhríð- in.“ Björgunarmenn, sem ekki þekkja til stórhríðanna, undruð- ust mjög, er þeir fundu þéttlok- aða bíla fulla af snjó. En þetta er ekki óalgengt, þegar snjór- inn er þurr og rokstormur á. Brátt eftir að veðrið skall á, fóru að berast hetjusögur af framgöngu einstakra manna í sambandi við björgunarstarfið. Sunnudagskvöldið, sem veðrið skall á, ók W. L. Owens lang- ferða-farþegabíl sínum („Grey- hound bus“) eftir 85. þjóðveg- inum og bjargaði 63 manns úr bílum, er stöðvazt höfðu vegna veðursins. Nokkuð af þessu fólki var sofnað svefni kuldadoðans, en hann kom lífi í það með högg- um og núningi. Brátt voru 96 farþegar komnir í bíl hans, sem aðeins var ætlaður 40. Rétt á eftir mætti hann öðrum lang- ferðabíl. Þeir skiptu farþegun- um í báða bílana og reyndu að halda áfram suður eftir, en stöðvuðust báðir skömmu síðar. Þeir fengu matarsendingar með flugvélum, er vörpuðu þeim nið- ur skammt frá bílunum. Á mið- vikudag komust bílarnir aftur á stað og til byggða. WilliamM. Harrison, flugkenn- ari, flaug margar hjálparferðir, þar til litla flugvélin hans hrap-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.