Úrval - 01.06.1953, Page 26
Sænskur dósent við Uppsalaháskóla
setur fram ýmsar skarplegar og
athygiisverðar athuganir um —
Ást og aðlögun.
Útvarpserindi, þýtt úr „Hörde Ni“,
eftir Börje Löfgren.
MENN hafa gert tilraun til
að ala upp saman otur og
bavíana. Oturinn er smávaxið
rándýr sem lifir við ár og vötn
og syndir mikið, étur aðallega
fisk; og bavíaninn er frekar
stórvaxin apategund. Þessi dýr
voru sem sagt tekin frá mæðr-
um sínum og hinu náttúrlega
umhverfi sínu næstum nýfædd.
Þau voru alin upp saman
á þurri sléttu og nærðust á
fæðu sem var mjög frábrugðin
því sem þeim var eiginlegt.
Þegar bæði dýrin voru þriggja
ára, var farið með oturinn að á
og honum sleppt þar. Það liðu
ekki margar sekúndur áður en
hann steypti sér í ána, synti
eins og hann hefði aldrei gert
annað alla ævi sína, og eftir
nokkrar mínútur var hann bú-
inn að veiða einn silung og einn
krabba sem hann fleygði upp
á stein til þess að geta étið
hann seinna. Skömmu síðar
gróf hann sér oturholu sem
ekki var í neinu frábrugðin
þeim holum er otrar grafa sér.
Þegar bavíananum var sleppt
vissi hann ekki sitt rjúkandi
ráð. Reynt var að mata hann
á dauðum sporðdreka og tók
hann við honum eftir nokkurt
hik. Bavíaninn lifir á skordýr-
um og ávöxtum. Oft varð að
bjarga honum frá dauða með
því að dæla upp úr honum, af
því að hann hafði étið eitraða
ávexti.
Ég segi frá þessu hér af þvr
að það sýnir mjög veigamik-
inn mismun á þessum tveim
dýrum. Oturinn er gæddur alls-
ráðandi eðlishvötum, þ. e. í eðli
hans býr mótað hegðunar-
mynztur sem ekkert umhverfi
getur breytt. Þegar aðstæðum-
ar eru hagstæðar, byrja þær
strax að segja til sín og knýja
dýrið til þess að hegða sér eins
og tegundinni er eiginlegt.
Bavíaninn stendur á allmiklu
hærra þroskastigi en oturinn og
nærri manninum. Eðlishvatir
hans eru á allan hátt miklu
ófullkomnari, þ. e. umhverfið
hefur áhrif á þær. Bavíaninn
gat ekki lifað sem villt dýr,
hann hafði lagað sig algerlega
eftir lífinu í skjóli mannanna.
En bavían sem lifir í náttúr-