Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 37
DRENGJABÆR MEÐ 1000 IBÚA
35
þeir ættu að geta vísað þér á
hann.
Og Stubbur fór að spyrjast
fyrir. Og hann komst loks til
Boys Town — Drengjabæjarins
í Nebraska.
Séra Edward J. Flanagan var
fæddur í Austurríki, en fluttist
ungur til Bandaríkjanna. Þegar
hann hafði verið á prestaskóla
um skeið, hóf hann að reka
hótel það í Omaha í Nebraska,
sem þúsundir heimiiislausra
manna gistu næstu árin. Reynsl-
an, sem séra Flanagan hlaut í
starfi sínu í Omaha,varðtilþess,
að hann ákvað að gera það að
ævistarfi sínu að hjálpa heim-
ilislausum drengjum.
Kvöld nokkurt kom 11 ára
gamall drengur til hótelsins og
baðst gistingar. Hann átti hvergi
vísan náttstað.
Þetta atvik opnaði augu séra
Flanagans fyrir hinu mikla
vandamáli í Bandaríkjunum —
heimilislausu drengjunum. Og
hann hóf starfsemi sína með
fimm drengjum — Tveim heim-
ilislausum blaðadrengjum og
þrem öðrum, sem komu beint
úr skólanum.
En starfsemin færði brátt út
kvíarnar. Hann varð að flytja í
nýtt húsnæði, og árið 1923 varð
hinn mikli draumur hans að
veruleika — hann eignaðist sinn
eigin ,,bæ”.
Bærinn hans — „Boys Town“
(Drengjabærinn) — liggur við
aðalþjóðveginn milli New York
og San Francisco — aðeins 15
—20 km. frá Omaha, þar sem
hann hóf hið fórnfúsa starf sitt
árið 1917.
Séra Flanagan dó árið 1948.
Dauða hans bar að í ferðalagi.
Hann ferðaðist mikið, en ein-
ungis í þeim tilgangi að geta
orðið hjálparþurfa börnum að
liði. Hann var nýkominn heim
frá Japan, en hélt þá til Ber-
línar, til þess að taka þátt í
hjálparstarfinu í hinni eyddu
borg. En nokkrum dögum eftir
kom sína þangað, lézt hann —
mitt í starfinu sem hann unni,
starfinu, sem hann hafði helgað
líf sitt.
Nú er Drengjabænum stjórn-
að af samstarfsmanni hans, sem
einnig er kaþólskur prestur, séra
Nikulási H. Wegener.
Þegar maður kemur til járn-
brautarstöðvarinnar í Omaha
sér maður fjölda auglýsinga-
spjalda frá ferðaskrifstofum,
sem auglýsa bílferðir til
drengjabæjarins. Og ferðamenn-
imir nota sér tilboðin. Á sumr-
in koma þúsundir manna til
bæjarins.
Ameríkumenn hafa áhuga á
bænum „sínum“, af því að hann
er einvörðungu rekin fyrir gjafa-
fé einstaklinga og styrktarsjóða.
Við þjóðveginn stendur há
steinsúia, sem gefur til kynna
með stóru letri, að við séum að
komast inn í Drengjabæinn. I
hinum stóru stjórnarbygging-
um, sem eru þarna rétt hjá, er