Úrval - 01.06.1953, Side 39
DRENGJABÆR
Við hverfum loks frá þessum
lífsglaða bæ, þar sem maður
mætir stöðugt hópum af drengj-
um, sumum á leið í skóla eða til
einhverrar vinnustofunnar, öðr-
um sem eru bara að leika sér
eins og drengja er siður um all-
an heim. Við göngum inn í
stjórnarbygginguna til þess að
hitta séra Wegener, forstöðu-
mann drengjabæjarins.
Hann situr við stórt skrif-
borð í kyrrlátri skrifstofunni —
presturinn, sem er bæði prestur,
íþróttamaður og kaupsýslumað-
ur í einni persónu. Staðan, sem
hann gegnir, krefst allra þessara
eiginleika.
Og svo fer hann að segja okk-
ur frá Drengjabænum — hann
nefnir tölur, segir frá einstökum
börnum, drepur á framtíðará-
ætlanir. Enda þótt bærinn geti
ekki tekið á móti fleiri drengj-
um, þarf samt að ráðast í ný-
byggingar, til þess að drengirnir
geti verið færri saman í her-
j'o'S $
■6ÍÍ- •«
MEÐ 1000 IBTJA 37
bergi. Ekkert má spara til þess
að þeir geti notið fullkomnustu
kennslu og beztu skemmtana.
Það verður líka að gera þeim
ljóst, að menn verða að vinna
fyrir peningum, en fá þá ekki
fyrirhafnarlaust. Það er við
mörg vandamál að glíma. —
En það ánægjulegasta er,
segir séra Wegener að lokum,
að drengirnir gleyma næstum
aldrei heimili sínu hér. Þeir
koma aftur, oftast með konu
og börn, til þess að sýna þeim
bemskuheimilið, og til þess að
sýna okkur konuna og börnin,
máttarviðina í nýja heimilinu
þeirra. Við höldum stöðugt
í heiðri orð frumherjans
— séra Flanagans: „Það
eru engir slæmir drengir
til.“ Drengirnir gera sitt til þess,
að við verðum ekki fyrir von-
brigðum. Þeir sanna með lífi
sínu sannleiksgildi einkunnar-
orða okkar.
Ó. B. þýddi.
Eins og vera ber.
Maður sat við gluggann í stofunni sinni og horfði út. Hann
kallar til konu sinnar, sem er frammi í eldhúsi:
..Þarna er konan, sem Charley Jones er svo ástfanginn af.“
Konan fleygði frá sér diskinum, sem hún var að þurrka, hljóp
inn í stofuna og velti um lampa um leið.
„Hvar, hvar er hún?“ spurði hún másandi.
„Þarna. Konan í gaberdíndragtinni á horninu."
„Asninn þinn,“ hvæsti konan, „þetta er konan hans.“
„Já, auðvitað," svaraði maðurinn.
•— Goat Gaieties.