Úrval - 01.06.1953, Page 42
40
ÚRVAL.
ur landbúnaður í fimm eða sex
vesturríkjum hafa lagst niður.
Varnaraðferðirnar, sem
mennirnir hafa beitt gegn engi-
sprettunum eru margvíslegar og
árangurinn misjafn. Bændur í
Miðausturlöndum beita sömu
aðferðum og líklegt er að þræl-
ar Faraóanna hafi notað. Þegar
sveimur ræðst á akur, um-
kringja íbúar næstu þorpa ak-
urinn, þrengja hringinn um
hann og hrekja engispretturnar
á undan sér með því að veifa og
berja með föturn sínum. Þannig
eru engispretturnar hraktar I
þéttan hnapp á miðjum akrin-
um. Þá er kynnt bál og þeim
mokað á það. Eða þá skvett yfir
þær eitruðum vökva. Önnur að-
ferð er sú, að fólkið gengur í
langri röð þvert yfir akurinn
og stráir eitruðum hálmi, söx-
uðum, yfir engispretturnar. En
gegn hinum geysistóru sveim-
um, sem herjað hafa í Miðaust-
urlöndum undanfarin tvö ár, eru
þessar aðferðir alveg gagnslaus-
ar.
En hvað er þá hægt að gera?
Fyrsta skipulagða stórher-
ferðina gegn engisprettum hófu
Bretar fyrir 25 árum. Árið 1928
brauzt út mjög alvarleg engi-
sprettuplága í löndum Austur-
afríku: Kenya, Tanganyika og
Súdan. Rannsóknamiðstöð var
þegar í stað sett á stofn í Lond-
on, undir forustu dr. Boris
Uvarovs, rússnesks vísinda-
manns, sem flúið hafði land í
byltingunni 1917. Dr. Uvarov er
nú 64 ára og er sennilega fróð-
ari um lifnaðarhætti engisprett-
unnar en nokkur annar núlif-
andi maður. Hann hefur lagt á-
herzlu á að kynna sér æviferil
engisprettunnar, leita uppi
,,varplöndin“ og fylgjast með
ferðum sveimanna. Til þess not-
ar hann fréttir frá varðmönnum
víðsvegar í löndum Austur- og
Norðurafríku, Miðausturlönd-
um, Indlandi og Pakistan — eða
í öllum þeim engisprettulöndum,
sem Bretar hafa aðgang að.
Með upplýsingum frá varð-
mönnum sínum fylgist Uvarov
með hreifingum sveimanna á
svipaðan hátt og hershöfðingi
hefur njósnir af hreyfingum ó-
vinahers. Eyðing engisprettu-
sveima er fyrst og fremst verk
þeirra þjóða sem verða fyrir ár-
ásum þeirra. Ef Uvarov fær t.d.
fréttir af því að mikill sveimur
hefur klakizt út í Arabíu og
stefnir á Pakistan, er stjóm
Pakistan gert aðvart og til þess
ætlast að hún geri varnarráð-
stafanir.
En stundum þurfa þessar
þjóðir að fá hjálp. I baráttunni
við pláguna miklu 1951—52
fengu Miðausturlönd aðalhjálp
sína frá Bandaríkjunum. Þessi
barátta hófst í hinum þurru
upplöndum Austurafríku, þar
sem flestir stóru sveimimir
áttu upptök sín. Bretar hafa
tekið að sér að gæta þessara
,, klakstöðva‘ ‘. Engisprettueftir-
litið, sem hefur bækistöð í Nair-
obi, sendir liðsafla til að eyða