Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 42

Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 42
40 ÚRVAL. ur landbúnaður í fimm eða sex vesturríkjum hafa lagst niður. Varnaraðferðirnar, sem mennirnir hafa beitt gegn engi- sprettunum eru margvíslegar og árangurinn misjafn. Bændur í Miðausturlöndum beita sömu aðferðum og líklegt er að þræl- ar Faraóanna hafi notað. Þegar sveimur ræðst á akur, um- kringja íbúar næstu þorpa ak- urinn, þrengja hringinn um hann og hrekja engispretturnar á undan sér með því að veifa og berja með föturn sínum. Þannig eru engispretturnar hraktar I þéttan hnapp á miðjum akrin- um. Þá er kynnt bál og þeim mokað á það. Eða þá skvett yfir þær eitruðum vökva. Önnur að- ferð er sú, að fólkið gengur í langri röð þvert yfir akurinn og stráir eitruðum hálmi, söx- uðum, yfir engispretturnar. En gegn hinum geysistóru sveim- um, sem herjað hafa í Miðaust- urlöndum undanfarin tvö ár, eru þessar aðferðir alveg gagnslaus- ar. En hvað er þá hægt að gera? Fyrsta skipulagða stórher- ferðina gegn engisprettum hófu Bretar fyrir 25 árum. Árið 1928 brauzt út mjög alvarleg engi- sprettuplága í löndum Austur- afríku: Kenya, Tanganyika og Súdan. Rannsóknamiðstöð var þegar í stað sett á stofn í Lond- on, undir forustu dr. Boris Uvarovs, rússnesks vísinda- manns, sem flúið hafði land í byltingunni 1917. Dr. Uvarov er nú 64 ára og er sennilega fróð- ari um lifnaðarhætti engisprett- unnar en nokkur annar núlif- andi maður. Hann hefur lagt á- herzlu á að kynna sér æviferil engisprettunnar, leita uppi ,,varplöndin“ og fylgjast með ferðum sveimanna. Til þess not- ar hann fréttir frá varðmönnum víðsvegar í löndum Austur- og Norðurafríku, Miðausturlönd- um, Indlandi og Pakistan — eða í öllum þeim engisprettulöndum, sem Bretar hafa aðgang að. Með upplýsingum frá varð- mönnum sínum fylgist Uvarov með hreifingum sveimanna á svipaðan hátt og hershöfðingi hefur njósnir af hreyfingum ó- vinahers. Eyðing engisprettu- sveima er fyrst og fremst verk þeirra þjóða sem verða fyrir ár- ásum þeirra. Ef Uvarov fær t.d. fréttir af því að mikill sveimur hefur klakizt út í Arabíu og stefnir á Pakistan, er stjóm Pakistan gert aðvart og til þess ætlast að hún geri varnarráð- stafanir. En stundum þurfa þessar þjóðir að fá hjálp. I baráttunni við pláguna miklu 1951—52 fengu Miðausturlönd aðalhjálp sína frá Bandaríkjunum. Þessi barátta hófst í hinum þurru upplöndum Austurafríku, þar sem flestir stóru sveimimir áttu upptök sín. Bretar hafa tekið að sér að gæta þessara ,, klakstöðva‘ ‘. Engisprettueftir- litið, sem hefur bækistöð í Nair- obi, sendir liðsafla til að eyða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.