Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 44
42
tjRVAL
um árangri af úðuninni, þarf
flugvélin að fljúga ekki meira en
10 fet yfir jörðu. Beztur árang-
ur fæst ef hún flýgur þrjú fet
yfir jörðu, og beztu flugmenn
halda sér í þriggja til tíu feta
hæð allan tímann.
Baráttan 1951 bar góðan á-
rangur. Mestum hluta uppsker-
unnar í íran var bjargað frá
eyðileggingu. En fróðir menn
spáðu því, að engispretturnar
myndu verða enn skæðari sum-
arið 1952. Bandaríkjastjórn gaf
Irönum sex flugvélar og lánaði
þeim flugmenn til að kenna
írönskum flugmönnum engi-
sprettudráp. Miklum birgðum af
Aldrin var komið fyrir á mikil-
vægum stöðum.
Spádómarnir reyndust réttir.
Með vorinu komu engispretturn-
ar aftur, fleiri en nokkru sinni
fyrr. Sveimirnir, sem lifað höfðu
af styrjöldina árið áður, tímg-
uðust ört um öll Miðausturlönd,
og þeim barstliðsaukifrá „varp-
stöðvunum" í Austurafríku. Allt
vorið og sumarið var Bill Mabee
á ferð og flugi. ýmist í Jórdan-
íu, Irak, íran, Indlandi, Pakistan
eða Afganistan.
Bretar háðu sína engisprettu-
styrjöld á Arabíuskaganum,
Jórdaníu og Irak. Rússar sendu
tíu flugvélar til íran. Þeir not-
uðu eitrað hálmkurl, sem þeir
stráðu yfir sýktu svæðin úr flug-
vélum sínum.
Með sumarhitunum 1953 mun
þriðji áfangi engisprettustríðs-
ins hef jast. Þó að billjónir engi-
sprettna hafi verið drepnar, er
sennilega meira af þeim í heim-
inum en fyrir einu ári. En.
reynsla hefur nú fengizt í bar-
áttunni, og Matvæla- og land-
búnaðarstofnun Sameinuðu
þjóðanna (FAO) boðaði til ráð-
stefnu þegar haustið 1951 þar
sem fulltrúar frá 31 þjóð komu
saman til að samræma aðgerð-
irnar og leggja á ráðin í barátt-
unni við engispretturnar. Er hér
enn ein sönnun þess hverju al-
þjóðasamvinna fær áorkað, ef
til hennar er stofnað af ein-
lægni. Og mundi kannski einhver
segja, að ekki væri seinna
vænna, því að upp sé að renna
sá tími, að spá Prédikarans
rætist: þegar „vondu dagamir
koma . . . og engispretturnar
dragast áfram og kaper-ber
hrífa ekki lengur“.
Hart eða lint.
öldruð piparmey var búin að kaupa skál með gullfiskum
handa bróðursyni sínum.
,,Vel á minnst," sagði hún við búðarmanninn, „hvaða mat á
að gefa gullfiskunum ?“
„Mauraegg."
„Mauraegg, einmitt já. Og eiga þau að vera linsoðin eða
harðsoðin ?“
— Adam.