Úrval - 01.06.1953, Page 47
LlTIL BÖRN ERU LlKA MENN
45
á þessar þrjár hliðar einangr-
aðar og hverja um sig. Barnið
þroskast sem ein heild. Sérhver
athöfn sem það framkvæmir
með líkamanum er jafn mikið
háð stjórn heilans og vöðvum
og beinum, og er auk þess mjög
háð tilfinningalífinu.
Þegar barnið getur fram-
kvæmt nýja athöfn, er það fólg-
ið í eðli þroskans, að hjá því
vaknar unaðskennd, sem knýr
það til að endurtaka athöfnina,
æfa sig á henni og fullkomna
sig í framkvæmd hennar. Það
sigurhrós, sem barnið finnur til
t.d. þegar það stendur upp í
fyrsta skipti, livetur það til að
reyna að ganga. Það er einnig
sálræn hvatning sem ákveður
hvenær barnið er fært um að
inna af hendi hinar ýmsu at-
hafnir. Áður en barnið byrjar
að reyna að ganga eru ef til vill
allir nauðsynlegir vöðvar og
taugasambönd nægilega þrosk-
uð, en barnið byrjar ekki til-
raunir sínar fyrr en það hefur
safnað nægilegum kjarki til að
ráðast í þetta nýja verkefni.
En öll þessi reglubundnu
þroskaeinkenni gefa okkur að-
eins ófullkomna mynd. Athugi
maður þau úthaf fyrir sig og án
tengsla við heildina, virðast þau
næstum óbrigðul í stundvísi
sinni og nákvæmni. Og ef barn-
inu væri ekki annar vandi á
höndum en að vaxa, án afskipta
umheimsins, þá mundi því
vissulega veitast létt að fram-
kvæma þroskaáætlun sína.
En undir eins og barnið fer
að fá kynni af umheiminum
gegnum skynfæri sín og notfæra
sér vaxandi hæfileika sinn til
skilnings, mæta því kröfurnar
um aðlögun. Það er algeng skoð-
un, að frumbernskan sé óvirkt
æviskeið. En það er alrangt.
Ungbarnið verður strax að
byrja að læra spilareglurnar og
laga sig eftir umhverfinu. Við
getum því ekki gert okkur rétta
grein fyrir þroska barnsins, ef
við tökum ekki tillit til hins
stöðuga þrýstings sem það verð-
ur fyrir frá umhverfinu. Bamið
kemst ekki hjá því að byrja þeg-
ar í upphafi á hinu tvíþætta
starfi sínu: að laga sig eftir
umheiminum og að framkvæma
þroskaáætlun sína. Og þetta
setur barnið í vanda.
Árekstrahættan sem þessu
fylgir kemur greinilegast í ljós
þegar við lítum á hinar ytri
aðstæður, sem barnið býr við,
og sem skapast af arfleið okkar
og venjum. Þó að í menningar-
þjóðfélögum nútímans gæti vax-
andi viðleitni til að létta barninu
lífið með bættri aðbúð og auk-
inni tillitssemi í ljósi þess skiln-
ings að ungbarnsskeiðið sé ör-
lagaríkt fyrir framtíð barnsins,
þá leggjum við eigi að síður
marga steina í götu þess með
margvíslegum boðum og bönn-
um og kröfum um að það lagi
sig eftir venjum okkar.
Það er rétt, að margt í hin-
um venjubundnu aðferðum okk-
ar við meðferð ungbarna er