Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 53
ÖRLÖG VOR EFTXR DAUÐANN
51
skipuleggjandi en hugsuður, og
hinn innilegi trúræni boðskapur
hans, sem tók við af blætidýrk-
un Araba, varð að sigursælum
trúarbrögðum. Eftir áreiðanleg-
ustu heimildum voru árið 1930
um 241 milljón Múhameðstrúar-
manna, þar af í Asíu 165 millj-
ónir og Afríku 55 milljónir.
Múhameð var sjálfur meinlæta-
maður og hófsamur til dauða-
dags, nema 1 kvennamálum.
Eftir iát eiginkonu hans fjölg-
aði sífellt í kvennabúrum hans,
og sjálfsagt hefur hann vitað
hvað hann gerði í áróðri sínum
gagnvart frumstæðum þjóðum,
þegar hann lofar því í Kóranin-
um, að hinir guðræknu muni
upprisnir hitta hinar ungu konur
(húris) í æskubióma í forsælu
paradísargarðanna.
#
Brahma er indverskt nafn
eins hins djúphugsaðasta guð-
dóms sem til er, og er einnig
heitið á hinum indverska presti
og prestastétt, sem er tign-
ust hinna fjögurra indversku
stétta, er afnumdar voru með
lögum eftir heimsstyrjöldina
síðari. Brahmanisminn er víð-
tækara tákn fyrir hin ýmsu ind-
versku trúarbrögð, sem Brahm-
ínarnir hafa boðað allt frá dög-
um hinnar fornu veda-trúar,
sem byggist á elztu geymd, sem
kunn er á nokkru indó-evrópsku
máli (sanskrít), sennilega frá
því fyrir 3—4000 árum. Brahm-
ínarnir beina huganum upphaf-
lega einkum að fórnarhugsjón-
inni, karma rnarga, (vegi at-
hafnanna). Seinna nær indversk
trúarheimspeki hámarki í Up-
anishalþ-bókmenntunum. Þar
er aðaláherzlan lögð á jnana
marga (veg þekkingarinnar),
og bhalzti marga (veg dyggö-
arinnar), sem gerir Brahman-
ismann að þjóðartrú.
Innan brahmanismans eru til
33 æðri guðir og aragrúi lægri
guða. Takmörk brahmanismans
eru því mjög óljós, þannig að
frumstæð dýrkun smáguða er
umborin, án þess að það snerti
neitt hin heimspekilegu lögmál
brahmanismans.
Samkvæmt þessum innhverfu
trúarbrögðum fara hinir helgu
menn, brahmínarnir, til sérstaks
brahmaheims, sem er ofar guð-
um, eða þeir ná að lokum nir-
vana, eftir að þeir hafa náð full-
komnun í meinlætum.
í brahmanismanum þróast
hin algenga trú á ódauðleik sál-
arinnar, en hún leggur einstak-
lingnum geysimikla ábyrgð á
herðar. Forusta hans í trúar-
efnum öldum saman hefur gert
almenna trúna á sálnaflakk.
Sálin lifir ekki aðeins áfram
eftir líkamsdauðann, heldur
endurfæðist hún, t. d. í hegning-
arskyni fyrir ill verk í ein-
hverju dýri, og þótt sálin end-
urfæðist á himnum sem guð,
að launum fyrir góðverk, þá
losnar hún ekki við að hverfa
aftur til jarðarinnar og fæðast
að nýju, þegar tími endurgjalds-
ins er liðinn.