Úrval - 01.06.1953, Side 55
Bl&ðgrænuiðnaðurinn vex með risa-
skrefum og Iiefur hann stundum
verið nefndur —
Grein úr „Vár Tid“.
T^YRIR aðeins tíu árum voru
það naumast aðrir en vísinda-
menn og skólanemendur, sem
vissu hvað blaðgræna er. Nú er
þetta orðið einskonar lausnar-
orð, eða kannski öllu heldur hið
alþjóðlega heiti hennar: klóró-
fyll. Þetta efni, sem gefur gróðr-
inum hinn græna lit sinn, er allt
í einu komið á dagskrá eftir að
hafa legið gleymt og grafið í
rannsóknarstofum efnafræðinga
í heila öld. Um allan heim
glymja auglýsingarnar, undra-
efnið er sett í pillur og á flösk-
ur, í tannkrem og púður, og öll
ólykt hverfur eins og dögg fyrir
sólu.
I Bretlandi notuðu blað-
grænuframleiðendur nærri 5
milljónir króna til auglýsinga
árið sem leið, en blaðgrænu-
straumurinn þar er eins og lítil
lækjarspræna í samanburði við
hina grænu flóðbylgju, sem
flæðir yfir Ameríku. í þeirri
heimsálfu, þar sem lyktin skipt-
ir svo miklu máli, er blaðgræna
sett í 150 mismunandi neyzlu-
vörur, hún er jafnvel sett í hár-
vatn, rúmdýnur, mölkúiur og
bremsuborða! Blaðgrænuæðið
birtist einnig í furðulegum
myndum í Bretlandi, t. d. hefur
ölgerð í Yourkshire sent á
markaðinn öl, blandað blað-
grænu.
Það var reyndar Yorkshire-
maður, Sir Joseph Priestley,
sem fyrstur uppgötvaði blað-
grænuna. Sir Joseph var prest-
ur, en hafði mikinn áhuga á
efnafræði. Plann uppgötvaði
súrefnið og bjó fyrstur manna
til sódavatn.
í skóla var okkur kennt, að
blaðgrænan sé græna litarefnið,
sem gerir plöntunni kleift að
hagnýta sér sólarorkuna til að
vinna næringu úr vatni og kol-
sýru. Efnabreytingin nefnist
fótósýntesa (kolsýrunám) og
losnar við hana súrefni, sem
plantan gefur frá sér.
Þegar Priestley uppgötvaði
þetta, skildi hann, að það súr-
efni, sem gróðurinn framleiðir
á þennan hátt, forðar mönnum
og dýrum frá að kafna í þeirri
kolsýru, sem þau anda frá sér.
Priestley dó 1804, og það var
ekki fyrr en 1817, að hið nýja
efni fékk nafn. Nokkrir fransk-
ir efnafræðingar töldu, að Forn-