Úrval - 01.06.1953, Side 56
54
■tfRVAL
grikkir hefðu gefið því nafn og
kölluðu það klórófyll, sem þýðir
blaðgræna.
Efnafræðingar um allan heim
hófu nú tilraunir með þetta efni
Priestleys. Ekki leið á löngu áð-
ur en tekizt hafði að einangra
efnið, en það var þó ekki fyrr
en eftir aldamót, að þýzka vís-
indamanninum dr. Richard Will-
stater tókst að gera fulla grein
fyrir efnasamsetningu þess, og
fékk hann fyrir það Nóbelsverð-
laun árið 1911. Enginn vissi þó
til hvers hægt væri að nota það
fyrr en brezkt fyrirtæki hóf ár-
ið 1916 að vinna blaðgrænu úr
grasi til notkunar í efnaiðnað-
irium. Það var notað sem litar-
efni í sápur, fegrunarlyf og sæl-
gæti. Blaðgræna hafði þannig
verið í notkun í meira en aldar-
fjórðung þegar blómaskeið
hennar hófst.
Á árunum 1922 til 1930 gerði
svissneski læknirinn Emil Buer-
gi tilraunir með blaðgrænu.
Hann uppgötvaði, að efnasam-
setning hennar er að heita má
eins og rauða litarefnisins í
blóðinu og taldi að nota mætti
hana til lækninga. Hann bjó til
blöndu af blaðgrænu og járni,
sem átti að ráða bót á blóðleysi
og sleni. Lyf þetta hefur árum
saman verið til sölu í Bretlandi.
Amerískur læknir, dr. Benja-
min Gruskin, uppgötvaði árið
1938, að blaðgrænan eyðir eða
dregur úr slæmri lykt úr sárum.
Hann sannreyndi þetta með
mörr::m tilraunurn og birti ár-
angurinn í læknariti árið 1940.
Lakelandstofnunin, sem kostaði
vísindarannsóknir dr. Gruskins,
hvatti hann til að taka einka-
leyfi á notkun blaðgrænu. Dr.
Gruskin tók því fjarri, taldi
rétt, að allir sem hefðu not fyrir
hana ættu að hafa frjálsan að-
gang að henni. En þegar stofn-
unin benti honum á, að tekjurn-
ar af einkaleyfinu mætti nota
til að kosta krabbameins- og
berklarannsóknir hans, féllst
hann á að gera það.
Einkaleyfi var tekið á hans
nafn, en stofnunin hlaut öll rétt-
indin. Dr. Gruskin fékk 500 doll-
ara á mánuði þar til hann dó
1950. Það voru einu launin til
mannsins, sem lagt hafði grund-
völlinn að hinum volduga blað-
grænuiðnaði.
Tveir fyrrverandi auglýsinga-
menn eru nú hinir ókrýndu
blaðgrænukonungar. Þeir eru að
sjálfsögðu í Ameríku. Annar
þeirra, O’Neill Ryan, var aug-
lýsingamaður þegar hann frétti
um tilraunir dr. Gruskins. Hann
sá strax, að þarna voru geysi-
legir gróðamöguleikar og tók
einkaleyfi dr. Gruskins á leigu
af Lakelandstofnuninni. Seinna
gekk hann í félag við Henry
Stanton og stofnuðu þeir The
Rystan Company. Þeir keyptu
einkaleyfið fyrir 35.000.000
króna. Það var mikið fé, og
nokkur ár liðu áður en það fór
að skila arði, en hann varð þá
heldur ekki neitt smáræði.
Fyrsta bla ðgrrmuframleiðsla