Úrval - 01.06.1953, Page 57
HIÐ GRÆNA ÆVINTÝRI
55
fyrirtækisins var lykteyðandi
smyrsl, sem kom á markað í
Ameríku 1945, og þrem árum
síðar kom fyrsta blaðgrænu-
tannkremið, og nú fór skriðan
af stað fyrir alvöru. Hráefnið
unnu þeir úr grasi. Framleiðslu-
vörurnar voru drjúg tekjulind,
en einkaleyfið reyndist þó enn
arðbærara. Enginn tannkrems-
framleiðandi gat gengið fram-
hjá blaðgrænunni, og Rystan-
félagið fékk of fjár fyrir leyfis-
veitingar. Nokkrir framleiðend-
ur fóru í mál til að fá hrundið
einkaréttinum, en töpuðu allir
málinu. Rystanfélagið fékk síð-
astliðið ár 12.000.000 króna fyr-
ir veitt leyfi til tannkremsfram-
leiðslu.
Félagið fær einnig mikið fé
frá útlöndum, því að einkaleyfið
gildir í næstum öllum löndum
lieims. Brezkir framleiðendur,
sem nota heimaunna blaðgrænu
í efni, sem seld eru á brezltum
markaði, verða að greiða leyfis-
gjald til Ameríkumannanna
tveggja, sem fyrstir sáu fjár-
gróðamöguleikana í sambandi
við blaðgrænuna.
Blaðgrænuefnunum var nú
•dreift út um allan heim í kjöl-
far geysilegrar auglýsingaher-
ferðar. Flest eru efnin framleidd
í Ameríku, en einnig í Bretlandi
vex framleiðslan risaskrefum. I
fyrra tvöfaldaðist framleiðslan
þar í landi, og einn framleiðand-
inn flutti á viku hverri hálfa
lest með flugvél til New York.
Mest af blaðgrænunni, sem
framleidd er í Bretlandi, er unn-
ið úr grasi, sem ræktað er á
sérstökum jörðum í Suffolk og
Lincolnshire. Grasið er slegið á
þeim tíma dagsins þegar það er
auðugast af blaðgrænu. Flestir
framleiðendurnir hafa unnið
efni úr grasi árum saman, og
blaðgrænuvinnslan krefst lítils
aukaútbúnaðar. Úr einni lest af
grasi fást 2 kg. af blaðgrænu.
Þegar grasið hefur verið sleg-
ið, er það þurrkað og malað í
mjöl, hluti af því fer raunar til
skepnufóðurs, og þegar blað-
grænan hefur verið skilin úr,
fer afgangurinn sömu leið, því
að enn eru í honum verðmæt
næringarefni. Grasmjölið er
látið liggja í vínandaupplausn í
marga klukkutíma, en vínand-
inn leysir úr því blaðgrænuna.
Vökvinn er síðan hreinsaður
mörgum sinnum, allt þar til
blaðgrænan verður eftir sem
svört seig kvoða, er síðan verð-
ur græn, ef hún er leyst upp í
vatni. Óhreinsuð blaðgræna er
óuppleysanleg í vatni og hefur
engin lykteyðandi áhrif.
Af öðrum efnum, sem finnast
í blaðgrænuríku grasi, má nefna
karotin, mikilvægasta hluta A-
vítamínsins. Einnig er í því
nokkuð af náttúruolíum, sem
breyta má í kvenkynshormónið
progesteron. Eins og sjá má
opnast þarna nýir möguleikar,
og vel getur svo farið, að úr-
gangsefnin, sem fram koma við
blaðgrænuvinnsluna verði verð-
mætari en blaðgrænan sjálf.