Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 57

Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 57
HIÐ GRÆNA ÆVINTÝRI 55 fyrirtækisins var lykteyðandi smyrsl, sem kom á markað í Ameríku 1945, og þrem árum síðar kom fyrsta blaðgrænu- tannkremið, og nú fór skriðan af stað fyrir alvöru. Hráefnið unnu þeir úr grasi. Framleiðslu- vörurnar voru drjúg tekjulind, en einkaleyfið reyndist þó enn arðbærara. Enginn tannkrems- framleiðandi gat gengið fram- hjá blaðgrænunni, og Rystan- félagið fékk of fjár fyrir leyfis- veitingar. Nokkrir framleiðend- ur fóru í mál til að fá hrundið einkaréttinum, en töpuðu allir málinu. Rystanfélagið fékk síð- astliðið ár 12.000.000 króna fyr- ir veitt leyfi til tannkremsfram- leiðslu. Félagið fær einnig mikið fé frá útlöndum, því að einkaleyfið gildir í næstum öllum löndum lieims. Brezkir framleiðendur, sem nota heimaunna blaðgrænu í efni, sem seld eru á brezltum markaði, verða að greiða leyfis- gjald til Ameríkumannanna tveggja, sem fyrstir sáu fjár- gróðamöguleikana í sambandi við blaðgrænuna. Blaðgrænuefnunum var nú •dreift út um allan heim í kjöl- far geysilegrar auglýsingaher- ferðar. Flest eru efnin framleidd í Ameríku, en einnig í Bretlandi vex framleiðslan risaskrefum. I fyrra tvöfaldaðist framleiðslan þar í landi, og einn framleiðand- inn flutti á viku hverri hálfa lest með flugvél til New York. Mest af blaðgrænunni, sem framleidd er í Bretlandi, er unn- ið úr grasi, sem ræktað er á sérstökum jörðum í Suffolk og Lincolnshire. Grasið er slegið á þeim tíma dagsins þegar það er auðugast af blaðgrænu. Flestir framleiðendurnir hafa unnið efni úr grasi árum saman, og blaðgrænuvinnslan krefst lítils aukaútbúnaðar. Úr einni lest af grasi fást 2 kg. af blaðgrænu. Þegar grasið hefur verið sleg- ið, er það þurrkað og malað í mjöl, hluti af því fer raunar til skepnufóðurs, og þegar blað- grænan hefur verið skilin úr, fer afgangurinn sömu leið, því að enn eru í honum verðmæt næringarefni. Grasmjölið er látið liggja í vínandaupplausn í marga klukkutíma, en vínand- inn leysir úr því blaðgrænuna. Vökvinn er síðan hreinsaður mörgum sinnum, allt þar til blaðgrænan verður eftir sem svört seig kvoða, er síðan verð- ur græn, ef hún er leyst upp í vatni. Óhreinsuð blaðgræna er óuppleysanleg í vatni og hefur engin lykteyðandi áhrif. Af öðrum efnum, sem finnast í blaðgrænuríku grasi, má nefna karotin, mikilvægasta hluta A- vítamínsins. Einnig er í því nokkuð af náttúruolíum, sem breyta má í kvenkynshormónið progesteron. Eins og sjá má opnast þarna nýir möguleikar, og vel getur svo farið, að úr- gangsefnin, sem fram koma við blaðgrænuvinnsluna verði verð- mætari en blaðgrænan sjálf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.