Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 59
NAGLATÓNLIST
5T
tæki. TJt kom ekki annað en háv-
aði. En myndin hafði borið svip
af smánöglum sem krosslagðir
eru á bandið, og það varð hon-
um umhugsunarefni.
Hann vissi að tónhæð ákvarð-
ast af því hve títt hljóðbylgja
sveiflast á tilteknum tíma. A —
sá tónn sem tónkvíslin gefur og
hljóðfæri eru stillt eftir —
sveiflast 440 sinnum á sekúndu.
Segulbandstæki er venjulega
þannig stillt, að bandið færist
um 15 þumlunga á sekúndu.
Frisch tók fram míkrómetrann
sinn (tæki til að mæla þykkt)
og fann með honum þá nagla-
stærð sem var mátuleg til þess að
hægt væri að raða 440 nöglum
hlið við hlið á 15 þumlunga
langan alúminíumstrimil. Því
næst límdi hann þá á strimilinn,
lagði hann samhliða segulbandi
og lét segulinn renna eftir bak-
hlið hans. Svo spilaði hann af
hinu nýmagnaða segulbandi og
heyrðist þá langdreginn a-tónn,
líkt og úr banjó.
Nú var Frisch kominn á spor-
ið og hélt áfram tilraunum með
nagla og pappírsklemmur. Það
kom í ljós, að stærri naglar
framleiddu lægri tóna og smærri
naglar hærri tóna. Ef hann tók
burtu annanhvorn nagla, bá
fékk hann tón sem var einni átt-
und lægri. En fækkun eða til-
færsla naglanna breytti tóngæð-
unum — lágu nóturnar líktust
meira píanótónum en banjótón-
um. Kannski gæti hann framleitt
tóna ýmissa hljóðfæra!
Frisch tók nú að breyta stærð
naglanna. Við það fékk hann
fram margbreytilegt hljóðfall,
er hann notaði sem bakgrunn
fyrir lag sem hann lék á Solo-
vox, en það er einskonar sjálf-
spilari sem hann hefur á píanó-
inu sínu. Útkoman varð sann-
kölluð slöngutöframúsik. Frisch
heldur áfram tilraunum sínum
og hefur þegar sótt um einka-
leyfi á tæki sínu.
,,Það er fjölmargt ókannað á
sviði vélrænnar tónlistar,“ segir
Frisch um leið og hann hallar
sér aftur á bak í stólnum og
horfir hugsi á naglaraðir, alúm-
íníumstrimla og aðra sérkenni-
lega hluti í hillum sem þekja
alla veggi. ,,Ég sagði einu sinni,
að við myndum aldrei finna
neitt sem gæti komið í stað sin-
fóníuhljómsveitar, en ég er ekki
lengur viss um að það sé rétt.“
A ★ ★
Gesturinn: „Með hverju mælið þér, þjónn? Soðnu eggi eða.
ómelettu?"
Þjónninn: „Þér skuluð ekki fá yður soðið egg, herra minn.
Okkar á milli sagt þá eru eggin ekki ný. En ómelettumar eru.
ágætar — það eru engin egg í þeim.“
— Illustrated Weekly of India.