Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 61
LOKAÐUR HEIMUR
59
ríku; okkur sést yfir sumt, sem
ef til vill særir negrana, en ger-
um óþarflega mikið úr öðru, sem
þeir láta sig litlu skipta. En ein-
mitt af því að málið er okkur
torskilið, er nauðsynlegt að við
reynum að kryf ja það til mergj-
ar. Og þessi blöð handa negrum
opna okkur innsýn í hinn ó-
þekkta, lokaða heim negranna í
Ameríku.
Ebony er stórt blað og mjög
útbreitt. Á forsíðunni stendur
að það komi út í meira en hálfri
milljón eintaka. Hinar mörgu
auglýsingar um munaðarvörur
og dýrar neyzluvörur — skart-
gripi, bíla, kjóla, loðfeldi, heim-
ilistæki o. fl. — benda einnig til
að negrarnir í Bandaríkjunum
þurfi ekki lengur að sætta sig
við að fylla eingöngu lægstu
stétt þjóðfélagsins. Það má
raunar einnig merkja á forustu-
grein blaðsins, er f jallar um mál,
sem títt ber á góma í sambandi
við kynþáttamálin. Negrar, sem
hata negra heitir greinin, og bein-
hún geiri sínum að þeim negrum,
sem komizt hafa til vegs í sam-
félaginu, og sem reyna að
höggva á tengslin við þá negra
sem lægra eru settir, í von um
að afla sér þannig virðingar
hvítra manna. Greinarhöfundur
skýrir fyrst hve árangurslaus
slík viðleitni sé og setur síðan
fram einskonar stefnuyfirlýs-
ingu fyrir negrana í Ameríku:
„Það er margt, sem Ameríku-
negrinn getur verið hreykinn af.
Hann hefur þegar fengið nokkru
áorkað og framtíð hans er full
af vonum og þnmgin enn stór-
kostlegri möguleikum. En ef
hann er skömmustulegur og
bitur í lund, verður hann ófor-
betranlegur bölsýnismaður.
Einn og í stríði við sitt fólk er
hann glataður. — (Hann) verð-
ur að hætta að tilbiðja hvítu
mennina, einungis af því að þeir
eru hvítir, og læra að dæma fólk
án tillits til hörundslitar þess.“
Það er greinilegt, að ritstjóm
blaðsins gerir fyrir sitt leyti
enga tilraun til að gylla ástand-
ið. Hreinskilni og raunsæi ein-
kennir flestar greinarnar.
Greinilegast kemur það í ljós í
grein um negrakonu, er unnið
hefur sem kennslukona í Eng-
landi. Kennaraskipti tíðkast ber-
sýnilega milli Englands og
Bandaríkjanna, og á þann hátt
komst kennslukonan til Eng-
lands. Myndir sem fylgja bera
þess skýran vott, að henni hef-
ur verið léttir að því að vinna
í landi þar sem enginn kynþátta-
munur þekkist, og við fáum að
vita, að hún hefur notað tæki-
færið til að segja hinum ensku
vinum sínum frá kjöram negr-
anna í Bandaríkjunum. Okkur
er einnig sagt frá hinni ensku
starfssystur hennar, sem átti að
koma í staðinn fyrir hana. Þeg-
ar til kom vildu amerísk yfir-
völd ekki leyfa henni að kenna
nemendum negrakennslukon-
unnar, af því að ströngum kyn-
þáttaskilum er enn haldið í
mörgum amerískum skólum.