Úrval - 01.06.1953, Síða 62

Úrval - 01.06.1953, Síða 62
60 tJRVAL, Enska kennslukonan fékk leyfi til að koma í stutta heimsókn til negrabarnanna í bekk starfs- systur sinnar, og var síðan flutt í skóla fyrir hvít börn og kenndi þar allan dvalartíma sinn. Blað- inu verður tíðrætt um þetta at- riði, og þó að athugasemdirnar séu ekki margar né hvassyrtar, leynir tilgangurinn sér ekki. Löng grein með myndum f jallar um hvor borgin sé betri fyrir negra, New York eða Chi- cago. Þar er mest áherzla lögð á tölur og staðreyndir: hve margir negrar eru í háum stöð- um í hvorri borg fyrir sig, hve mikil áhrif þeir hafa á stjórn- málasviðinu, hve mörg fyrirtæki eru í eigu negra o. s. frv., auk faglegra mála svo sem: atvinnu- möguleikar, verkalýðsmál og menntunarmöguleikar. Greinin er fróðleg, einkum fyrir Evrópu- mann, sem er ókunnugur þess- um málum, og sumir munu undr- ast og gleðjast yfir því hve langt negrarnir eru komnir á leið til jafnréttis í sumum borgum og ríkjum Bandaríkjanna. En einn- ig hér eru atriði, sem skyndilega varpa ljósi á þær öfugsnúnu að- stæður, sem minnihluta kyn- þáttur verður að búa við: t. d. er stór mynd af áhrifamiklum stjórnmálamönnum af negra- kyni — þrír í hópnum bera greinilega negraeinkenni, en hina mundi engum Evrópumanni koma til hugar að telja til negra. Hér rekumst við á sama fyrir- brigðið og í Þýzkalandi á dögum gyðingaofsóknanna: fólki, sem í öllum öðrurn löndum mundi vera talið til almennra samborg- ara, er skipað í sérflokk, af því að þjóðin hefur af langri æfingu lært að greina hin minnstu smá- einkenni, sem ráða því hverjir eiga að teljast ,,hreinir“ og hverjið ekki. Þetta var um helztu greinarn- ar og myndirnar. Ef við athug- um smærri greinar og annað efni blaðsins verður okkur smámsaman ljóst, að það er eitt- hvað undarlegt. I blaðinu er ekkert um utanríkismál, engar fréttir af meira eða minna merkilegum heimsviðburðum, heldur ekki efni frá „hinni hvítu Ameríku“, yfirleitt ekkert um það, sem gerist fyrir utan hinn þrönga heim negranna. Nokkrar myndir eru af negrastúlku, sem hefur á örskömmum tíma orð- ið fræg næturklúbbasöngkona, grein um negra, sem er að verða frægur píanóleikari, önnur um negrauppfinningamann, enn önn- ur um negra, sem hefur opnað næturklúbb í París í félagi við hvítan mann o.s.frv. Ef frá eru taldar tvær eða þrjár greinar um efni, sem að vísu snertir negr- ana, en hefur þó almennt gildi, er ekki annað í blaðinu en greinar og myndir af negrum, sem hafa skarað fram úr á einn eða ann- an hátt. Tilgangurinn er sjálf- sagt góður, en hlutlausum áhorf- anda finnst hún sjúkleg þessi sjálfsupphafning á kostnað víð- ari sjónarmiða. Allt blaðið ber-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.