Úrval - 01.06.1953, Side 68

Úrval - 01.06.1953, Side 68
Þegar mannœtur gerðu usla í Skotlandi Grein úr „Allt“, eftir John Bernström. SAWNEY BEAN fæddist í skozka greifadæminu East Lothian, sem er 15 km austur af Edinborg. Það var í kringum 1420. Faðir hans var fátækur daglaunamaður, sem hafði ofan af fyrir sér með því að grafa skurði og gróðursetja limgerði fyrir bændurna í sveitinni. Hann reyndi að ala son sinn upp við iðjusemi í þessu starfi, en óbeit Sawneys á öllum heiðarlegum störfum kom snemma í ljós. Hann var aðeins kornungur, þeg- ar hann hljópst á burt frá for- eldrum sínum ásamt kvenmanni, sem hafði mjög slæmt orð á sér. Enginn virtist þó sakna hans, og brátt gleymdist hann með öllu. Hann settist að með fylgikonu sinni í helli í greifadæminu Gallo- way á suðvesturströnd Skot- lands, þar sem nu heitir Kirkud- bright, og hér höfðust þau við í 25 ár án þess að leita nokkru sinni til byggða. Með tímanum eignuðust þau mikinn fjölda barna og barnabarna, sem þau með lifnaðarháttum sínum gerðu að hreinum villidýrum í manns- mynd. Fjölskyldan umgekkst ekkert annað fólk og brátt lærð- ist þeim að líta á aðrar mann- eskjur einungis sem bráð. Þau lifðu einvörðungu af ránum. Þar sem Sawney Bean og hyski hans höfðu það fyrir reglu að myrða hvern einasta mann, sem þau komust í færi við, og þar sem þau höfðust við í torfæru og strjálbýlu héraði, tókst þeim að stunda þessa hroðalegu iðju sína árum saman án þess að upp kæmist. Jafnskjótt og þau höfðu ban- að fórnarlambi sínu, hvort sem það var maður eða kona, drógu þau líkið heim í hellinn, skáru það í stykki líkt og menn lima sundur sauðarkrof og hengdu kjötið upp eða söltuðu. Þau lifðu næstum eingöngu á mannakjöti, og þótt fjölskyldan yrði með tímanum allf jölmenn, þurfti hún aldrei að þola sult. Einstaka sinnum urðu þau jafnvel að fleygja kjöti, sem var orðið skemmt. Þau köstuðu því í sjó- inn á næturþeli á afskekktum stöðum. Hingað og þangað á ströndinni kom það fyrir að hlutum úr mannsbúkum skolaði upp í flóðum, íbúunum til undr- unar og skelfingar. Á miðöldum var ekki mikið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.