Úrval - 01.06.1953, Síða 68
Þegar mannœtur gerðu usla í Skotlandi
Grein úr „Allt“,
eftir John Bernström.
SAWNEY BEAN fæddist í
skozka greifadæminu East
Lothian, sem er 15 km austur
af Edinborg. Það var í kringum
1420. Faðir hans var fátækur
daglaunamaður, sem hafði ofan
af fyrir sér með því að grafa
skurði og gróðursetja limgerði
fyrir bændurna í sveitinni. Hann
reyndi að ala son sinn upp við
iðjusemi í þessu starfi, en óbeit
Sawneys á öllum heiðarlegum
störfum kom snemma í ljós.
Hann var aðeins kornungur, þeg-
ar hann hljópst á burt frá for-
eldrum sínum ásamt kvenmanni,
sem hafði mjög slæmt orð á sér.
Enginn virtist þó sakna hans, og
brátt gleymdist hann með öllu.
Hann settist að með fylgikonu
sinni í helli í greifadæminu Gallo-
way á suðvesturströnd Skot-
lands, þar sem nu heitir Kirkud-
bright, og hér höfðust þau við
í 25 ár án þess að leita nokkru
sinni til byggða. Með tímanum
eignuðust þau mikinn fjölda
barna og barnabarna, sem þau
með lifnaðarháttum sínum gerðu
að hreinum villidýrum í manns-
mynd. Fjölskyldan umgekkst
ekkert annað fólk og brátt lærð-
ist þeim að líta á aðrar mann-
eskjur einungis sem bráð. Þau
lifðu einvörðungu af ránum.
Þar sem Sawney Bean og hyski
hans höfðu það fyrir reglu að
myrða hvern einasta mann, sem
þau komust í færi við, og þar
sem þau höfðust við í torfæru og
strjálbýlu héraði, tókst þeim að
stunda þessa hroðalegu iðju sína
árum saman án þess að upp
kæmist.
Jafnskjótt og þau höfðu ban-
að fórnarlambi sínu, hvort sem
það var maður eða kona, drógu
þau líkið heim í hellinn, skáru
það í stykki líkt og menn lima
sundur sauðarkrof og hengdu
kjötið upp eða söltuðu. Þau lifðu
næstum eingöngu á mannakjöti,
og þótt fjölskyldan yrði með
tímanum allf jölmenn, þurfti hún
aldrei að þola sult. Einstaka
sinnum urðu þau jafnvel að
fleygja kjöti, sem var orðið
skemmt. Þau köstuðu því í sjó-
inn á næturþeli á afskekktum
stöðum. Hingað og þangað á
ströndinni kom það fyrir að
hlutum úr mannsbúkum skolaði
upp í flóðum, íbúunum til undr-
unar og skelfingar.
Á miðöldum var ekki mikið