Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 74

Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 74
72 ÚRVAL sinna. Kengúrur eru félagslynd- ar og lifa í hópum, 20—50 sam- an. Þær eru jurtaætur og leita sér næringar á graslendi eða runnagróðri aðallega snemma á morgnana eða í tunglskini; um miðjan daginn hvílast þær og leika sér. Uppáhaldsleikur þeirra er hnefaleikur. Hönd stórrar kengúru er með fimm fingrum og mjög lík mannshönd að lögun og stærð og hún notar hana í hnefleikum sínum líkt og drengur, sem er að byrja nám í hinni „göfugu sjálfsvarnarlist". Þegar tvær kengúrur eigast við, halda þær höndunum í vamarstellingum þétt við bringuna, milli þess að þær leita höggstaðar og greiða löðrungana. Við hnefleika sína sitja þær á hækjum sér og styðjast við halann. Þegar þær hafa skipzt á nokkrum höggum, stíga þær skref aftur á bak og taka sér hvíld. Kengúrur reiðast sjaldan snoppungunum, og dýra- fræðingar, sem þekkja lifnaðar- hætti þeirra, hafa oft furðað sig á því, hve samvizkusamlega þær virðast fara eftir einhverjum „leikreglum“ um lotur og hvíld- ir, jafnvel þótt viðureignin standi tímunum saman. Hnef- leikar þeirra hafa aldrei annað markmið en skemmtunina —■ leikinn sjálfan. Flestir, sem hafa séð sýning- arhnefleik milli kengúru og manns, hafa haldið að dýrið hefði notið mikils undirbúnings undir slíka sýningu, en aðal- galdurinn hefur verið að kenna dýrinu að sparka ekki með aft- urfótunum. Á afturfæti kengúr- unnar eru f jórar tær, en náttúr- an hefur dregið svo úr vexti þriggja þeirra, að þær geta varla kallast því nafni. 1 stað þess hef- ur ein þeirra stækkað og eflst svo gífurlega, að tröllaukin má heita. Hún líkist mest risavöxn- um spora, með bognum og hár- beittum oddi. I eðli sínu er keng- úran gæflynd, en þegar „gamli maðurinn" — eins og fullþrosk- uð karldýr kallast á alþýðumáli ■— á í vök að verjast, getur hann skipt ham og orðið að voðalegu óargadýri. Þá setur hann sig í stellingar með halann að bak- hjalli, heldur kreptum hnefun- um að bringunni og sparkar eld- snökt til óvinarins með aftur- löppinni. Og það er högg, sem um munar, ef það hittir marks; eitt þeirra nægir til að stein- drepa hund eða mann. Oftast reynir kengúran að koma sér hjá þessari nauðvörn, enda getur hún venjulega kom- izt undan öllum skepnum, sem ásækja hana og flótti er hennar eðlilegasta sjálfsvörn. Þegar kengúra er að flýta sér, munar hana ekkert um 9—10 metra langstökk og hún getur haldið út langalengi með 5—6 m ,,skrefum“. Á stuttum sprettum nær hún allt að 80 km hraða á klukkustund. Fyrst eftir að hvítir menn settust að í Ástralíu, reyndu þeir að veiða kengúrur með refa-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.