Úrval - 01.06.1953, Page 75
,POKAPRESTUR“ EYJAÁLFUNNAR
73
veiðihundum, en gáfust fljótt
upp á því; hundar þessir reynd-
ust gagnslausir. Með tímanum
hafa þeir komið á legg sérstöku
„kengúruhunda“-kyni, gróf-
hærðum, háleggjuðum mjóhund-
um, sem eru í hópi þeirra fáu fer-
fætlinga, er geta elt uppi full-
orðna kengúru. Kengúruveiði
getur staðið frá birtingu og allt
fram í rökkur og endað með
hundadrekkingu, því „karltetr-
ið“ notar ekki sparkvörnina
nema í ýtrustu neyð. I þess stað
stekkur hann oft út í grunnt
vatn, eða á, ef þess er kostur,
veður út þar til vatnið tekur
honum í mitti og bíður svo.
Þegar hundarnir koma syndandi
út til hans, tekur hann þá í
hnakkadrambið, færir þá í kaf
og heldur þeim niðri þangað til
þeir hætta að brjótast um. Það
hefur komið fyrir, að kengúra
hefur drekkt hálfri tylft hunda
á þennan hátt.
Kengúrum líkar lífið bezt,
þegar þær geta setið tímunum
saman á hækjum sínum í sól-
bliknuðu grasinu, eins og kan-
ínur á akri, fengið sér blund
við og við, smákroppandi og
fitjandi upp á trýnið. Þær fara
líka stundum í allskonar stökk-
leiki, eins og kanínur og enda-
lausa eltingarleiki, sem helzt
líkjast ,,síðastaleik“ krakkanna.
Mesta sæla kengúrunnar, á
tunglskinsbjörtum kvöldum,
þegar gresjan merlar í mána-
silfri, er að bíta grasið í friði
og ró með félögum sínum og svo
við og við að létta sér dálítið
upp og fara í „eina bröndótta",
þ. e. a. s. hnefaleik.
Kengúran hefur verið örlaga-
ríkur þáttur í búskap Ástralíu-
manna frá öndverðu. Fyrst og
fremst voru þær aðal fæðuteg-
und frumbyggjanna, — sem auð-
vitað notuðu aðallega kasttré
sín (Boomerang) við að vinna
á þeim. Og jafnþýðingarmikið
búsílag var kjöt þeirra fyrir
fyrstu landnemana. Kengúru-
kjöt er fremur gróft, en lærin
eru oft á borðum hjá sveitafólki
og kengúruhala-súpa er talin
ljúffengari en nautshala-súpa.
Ástralíumenn flytja mikið af
henni út til sælkera um allan
heim. Ástralíumenn búa líka til
rétt, sem nefnist ,,steamer“, sem
er kengúrukjöt soðið með reykt-
um svínslærissneiðum.
Siðmenning nútímans hefur
hrakið kengúrumar inn á hinar
víðáttumiklu gresjur inni í land-
inu. Þar lifa þær og tímgast
ört. Þegar þurrkar ganga, gera
þær mikið tjón á nytjalandi,
því þær eru beitarfrekari en
sauðkindur. Fjárbóndi einn taldi
nýlega meira en 2000 í hóp.
Kengúruveiðar eru mikið stund-
aðar í sumum héruðum; meira
en milljón skinn koma á mark-
aðinn árlega. Skinnin em ágæt í
hanzka og skófatnað, og loð-
feldirnir eru veigamikill útflutn-
ingsliður.
Kengúran gefur einnig efni í
óteljandi kynjasögur, sem undr-
andi ferðamönnum eru sagðar í