Úrval - 01.06.1953, Side 77
HVERT ER LÖGMÁL SENNILEIKANS ?
75
að leita sér skjóls í nýjum
sprengikúlugígum á þeirri for-
sendu, að tvær kúlur féllu aldrei
á sama blettinn. Að sjálfsögðu
varð hermönnunum oftast að
trú sinni; það eru miklu
meiri líkur til að kúlurnar falli
utan við gíginn en í hann, því
að gígurinn er ekki nema örlít-
ill hluti af öllu skotsvæðinu. En
ef til væri nákvæm skýrsla um
stöðu þeirra manna, sem orðið
hafa fyrir sprengikúlum, mundi
hún sýna, að þeir sem leituðu
sér hælis í nýjum gígum urðu
engu betur úti en þeir, sem
skýldu sér í gömlum gígum af
sömu stærð og lögun.
Sama spurningin segir til sín
við önnur tækifæri, t. d. í spil-
um, og þá er hægur vandi að
svara henni með tilraunum. I
bridge er það talinn stórviðburð-
ur, ef einhver fær 13 spil af
sama lit á höndina, og það er
rétt í þeim skilningi, að það
kemur ákaflega sjaldan fyrir.
En jafnmerkur og sjaldgæfur
viðburður gerist í hvert skipti
sem okkur er gefið í bridge. Því
að áður en byrjað er að gefa,
eru líkurnar til þess að þú fáir
einmitt þau spil sem þú tekur
upp að lokinni gjöf, nákvæmlega
jafnmiklar og líkurnar til þess
að þú fáir t. d. 13 spaða. Okkur
verður sérstaklega starsýnt á
síðari gjöfina, í fyrsta lagi af
því að hún er svo einföld og auð-
velt að muna hana og lýsa henni,
og í öðru lagi af því að þetta
eru ein allra sterkustu spil sem
hægt er að fá í bridge.
Ef þér finnst þetta ótrúlegt,
þá ertu kannski fús til að gera
eftirfarandi tilraun: Skrifaðu
hjá þér 13 tiltekin spil (bæði
lit og gildi) og berðu svo þessa
tilteknu hönd saman við þau
spil sem þú færð í framtíðinni.
Það eru ákaflega litlar líkur til
að þú munir nokkurn tíma fá
þessi spil á höndina. Líkumar
til þess að einhver fái fyrirfram
tiltekin spil á höndina, t. d. 13
spaða, eru 1 á móti 635.013.-
559.559.
Svipuðu máli gegnir um happ-
drætti. Gerum ráð fyrir milljón
happdrættismiðum á eina krónu
miðann, sem allir hafa jafnar
líkur til að vinna. Vinningslíkur
þess sem á einn slíkan miða em
1 á móti 999.999 að því er
snertir hæsta vinninginn. Frá
sjónarmiði þess, sem á miðann,
er það næstum kraftaverk að
vinna hæsta vinninginn og litlu
minna kraftaverk að vinna ein-
hvern annan vinning. En lítum
á málið frá sjónarmiði þeirra,
sem reka happdrættið. í þeirra
augum er ekkert eins víst og
að vinnendur muni gefa sig
fram, og þeim finnst ekkert und-
ursamlegt við nöfn þeirra sem
hljóta vinningana.
Ef við gætum litið á atburði
daglegs lífs frá sama sjónarhóli
og þeir, sem reka happdrætti,
ekki sem hluttakendur, heldur
sem áhorfendur, þá mundum við
komast að raun um, að þau