Úrval - 01.06.1953, Page 78

Úrval - 01.06.1953, Page 78
76 tJRVAL furðufyrirbæri, sem við köllum tilviljanir, eru f jarri því að vera eins athyglisverð og virðast kann við fyrstu sýn. Við mynd- um sífellt vera að sjá atburði sem ekki eru meiri líkur til að gerist en 1 á móti 1.000.000 eða 100.000.000, en við myndum sjá, að þótt atburðurinn hefði orðið öðruvísi, hefðu líkurnar á móti honum verið jafnmiklar fyrir því. Ennfremur myndum við sjá, að ef frá eru talin einföldustu atvik, eru líkurnar til þess að sérhver atburður gerist ná- kvæmlega eins og hann verður í reyndinni, ákaflega litlar, og að erfitt mundi reynast að til- taka einhvern ákveðinn atburð, sem væri sérstaklega athyglis- verður í því efni. Ef alltaf eru að gerast at- burðir, sem hafa líkurnar svona mikið á móti sér, hvað er það þá sem greinir ósennilega eða ótrúlega tilviljun frá hversdags- legu eða sennilegu atviki ? í happdrættinu sem áður var um getið, voru vinningslíkur um hæsta vinning 1 á móti 999.999, jafnar fyrir alla selda miða. Það var því ekkert merkilegt við það að Jón Jónsson skyldi hljóta vinninginn; sennileikalögmálið lætur sig engu skipta nafn vinn- andans. En gerum ráð fyrir að Jón tæki upp á því að vinna í tveim eða þrem öðrum happdrættum. Þá mundi sennileikalögmálið ekki hafa þagað lengur. Það hefði fullyrt eindregið að þetta afrek Jóns sé óhugsandi, á þeirri forsendu að tilviljunin ein hafi verið að verki; því að slíkar vinningslíkur eru næstum óskilj- anlega litlar í samanburði við aðrar útkomur sem hefðu eins vel geta orðið, ef tilviljunin hefði ein ráðið. Kórvillan, sem liðsforingja- efni Marryats fann ímyndað ör- yggi í, er hvergi áþreifanlegri en í ýmiskonar fjárhættuspili. Margir fjárhættuspilarar hafa þá trú, að þegar um er að ræða spil þar sem tilviljunin ræður, sé ráðlegt að veðja á þá útkomu sem sjaldnast hefur komið. Gerum ráð fyrir að þið Jón Jónsson séuð að kasta upp pen- ingum. Þið veðjið einni krónu hvor á sína hlið og fyrir hvert uppkast lejdir Jón þér að velja hvort þú kýst heldur kórónu eða gildi. Segjum að á vissum stað í spilinu hafi kórónan komið upp tíu sinnum í röð; hvort mundir þú þá heldur veðja næst á kór- ónuna eða gildið ? Flestir myndu ráðleggja þér að veðja á gildið, af því að kórónan hafi fengið meira en sinn hlut, og þessvegna séu meiri líkur til að gildið komi upp, þannig að aftur nálgist jafnvægi. Þessari röngu ályktun verður ekki betur lýst en með orðum franska stærðfræðingsins Bert- rand, sem sagði að peningurinn væri hvorki gæddur minni né vit- und. ,,En,“ mun einhver segja,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.