Úrval - 01.06.1953, Síða 83

Úrval - 01.06.1953, Síða 83
ÆVINTÝRI 81 maðurinn alvarlega og kom nær, „kantu að halda þér sam- an? Það er mikilvægt. Geturðu þagað eins og steinn? Ef ekki, ferðu hvergi. Verð þá að taka boðið aftur.“ Þetta reið baggamuninn. Hu- bert sá hilla imdir reglulegt æv- intýri, og það mátti ekki minna vera en að reyna það. Hann þakkaði því manninum ogkvaðst mundu fara. „Þessa leiðina,“ sagði maður- inn og benti á leigubílinn. „Inn með þig og af stað í hvelli.“ Hann togaði Hubert inn í bíl- inn, kallaði til ekilsins, og í næstu andrá óku þeir á fleygi- ferð niður strætið. „Hvar er þessi klúbbur?“ spurði Hubert. „Augnablik,“ sagði hinn. „Við verðum að kynna okkur. Hvaða nafn við notum, gildir einu, en eitthvað verður það að heita. Get ekki haldið uppi samræðum, ef ég veit ekki hvað maðurinn heitir. Sem stendur heiti ég Lux — L-u-x — eins og þvotta- efnið fræga, alveg sama nafnið — bara miklu, miklu eldra. Hvað heitir þú?“ Ósjálfrátt var Hubert kom- inn á fremsta hlunn með að segja sitt rétta nafn, en þá flaug honum í hug, að slíkt gæti verið óhyggilegt. Enginn vissi hvað fyrir kynni að koma, og ef þetta yrði ævintýri, væri ekki lakara að sigla undir fölsku flaggi. „Watson,“ varð því svarið. „Ágætt,“ sagði herra Lux og það var eins og þungu fargi væri létt af honum. „Jæja þá, þig langaði til að vita hvers konar klúbbur þetta væri, var ekki svo ? Jæja, ég skal segja þér það, en þagnarheitið er enn í gildi. Gleymdu því ekki, Watson góð- ur. Þetta er rúmenski íþrótta- klúbburinn." „Ha?“ „Rúmenski íþróttaklúbbur- inn,“ svaraði herra Lux hátíð- lega. „Hann skiptist í tvennt. Við förum ekki í rúmenska hlut- ann. Við förum í íþróttirnar. íþróttamennirnir Watson og Lux. Hljómar það ekki vel?“ Hann gjóaði út um gluggann. „Við erum að verða komnir.“ Hubert hafði enga hugmynd um hvar þeir voru. Síðustu fimm mínúturnar hafði bifreiðin þrætt gegnum ótal torrötuð hliðar- stræti. Og engu var hann nær heldur, þegar hún stanzaði að lokum, og þeir stigu út í auðu og skuggalegu stræti. Herra Lux fór á undan gegnum einhvers konar forgarð, og síðan klifruðu þeir upp nokkra marrandi stiga. Þegar upp kom, varð fyrir þeim gangur, og við endann á honum hurð, sem á var negld pjatla úr gæruskinni. Herra Lux neri hendinni upp og niður þetta skinn, og um það bil að mínútu liðinni opnuðust dyrnar og höf- uð kom fram í gættina. „Er Gregory farinn til Búka- rest?“ spurði herra Lux í skyndi. Höfuðið skókst og hvarf úr gætt- inni. Hurðin opnaðist dálítið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.