Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 83
ÆVINTÝRI
81
maðurinn alvarlega og kom
nær, „kantu að halda þér sam-
an? Það er mikilvægt. Geturðu
þagað eins og steinn? Ef ekki,
ferðu hvergi. Verð þá að taka
boðið aftur.“
Þetta reið baggamuninn. Hu-
bert sá hilla imdir reglulegt æv-
intýri, og það mátti ekki minna
vera en að reyna það. Hann
þakkaði því manninum ogkvaðst
mundu fara.
„Þessa leiðina,“ sagði maður-
inn og benti á leigubílinn. „Inn
með þig og af stað í hvelli.“
Hann togaði Hubert inn í bíl-
inn, kallaði til ekilsins, og í
næstu andrá óku þeir á fleygi-
ferð niður strætið.
„Hvar er þessi klúbbur?“
spurði Hubert.
„Augnablik,“ sagði hinn. „Við
verðum að kynna okkur. Hvaða
nafn við notum, gildir einu, en
eitthvað verður það að heita.
Get ekki haldið uppi samræðum,
ef ég veit ekki hvað maðurinn
heitir. Sem stendur heiti ég
Lux — L-u-x — eins og þvotta-
efnið fræga, alveg sama nafnið
— bara miklu, miklu eldra. Hvað
heitir þú?“
Ósjálfrátt var Hubert kom-
inn á fremsta hlunn með að
segja sitt rétta nafn, en þá flaug
honum í hug, að slíkt gæti verið
óhyggilegt. Enginn vissi hvað
fyrir kynni að koma, og ef þetta
yrði ævintýri, væri ekki lakara
að sigla undir fölsku flaggi.
„Watson,“ varð því svarið.
„Ágætt,“ sagði herra Lux og
það var eins og þungu fargi væri
létt af honum. „Jæja þá, þig
langaði til að vita hvers konar
klúbbur þetta væri, var ekki svo ?
Jæja, ég skal segja þér það, en
þagnarheitið er enn í gildi.
Gleymdu því ekki, Watson góð-
ur. Þetta er rúmenski íþrótta-
klúbburinn."
„Ha?“
„Rúmenski íþróttaklúbbur-
inn,“ svaraði herra Lux hátíð-
lega. „Hann skiptist í tvennt.
Við förum ekki í rúmenska hlut-
ann. Við förum í íþróttirnar.
íþróttamennirnir Watson og
Lux. Hljómar það ekki vel?“
Hann gjóaði út um gluggann.
„Við erum að verða komnir.“
Hubert hafði enga hugmynd
um hvar þeir voru. Síðustu fimm
mínúturnar hafði bifreiðin þrætt
gegnum ótal torrötuð hliðar-
stræti. Og engu var hann nær
heldur, þegar hún stanzaði að
lokum, og þeir stigu út í auðu
og skuggalegu stræti. Herra Lux
fór á undan gegnum einhvers
konar forgarð, og síðan klifruðu
þeir upp nokkra marrandi stiga.
Þegar upp kom, varð fyrir þeim
gangur, og við endann á honum
hurð, sem á var negld pjatla úr
gæruskinni. Herra Lux neri
hendinni upp og niður þetta
skinn, og um það bil að mínútu
liðinni opnuðust dyrnar og höf-
uð kom fram í gættina.
„Er Gregory farinn til Búka-
rest?“ spurði herra Lux í skyndi.
Höfuðið skókst og hvarf úr gætt-
inni. Hurðin opnaðist dálítið