Úrval - 01.06.1953, Síða 89

Úrval - 01.06.1953, Síða 89
ÆVINTÝRI en hann hristi höfuðið. Fyrir honum var gleðskap næturinnar lokið. Hann var búinn að fá meira en nóg af þessu ævintýri. Dot og Lillý birtust nú á ný, ennþá óræstilegri en áður, og steyptu sér yfir sígaretturnar og viskýið, sem þær drukku úr óhreinum glösum og blönduðu lítt. ,,0-jæja,“ sagði Lillý og varp mæðilega öndinni, um leið og hún settist í eina stólinn, sem gat nokkurn veginn rúmað hana, „svona fer þetta stundum. Þetta slær Rúmenana alveg út, að minnsta kosti í viku eða hálfan mánuð. Ég var nú líka orðin þreytt á þessu, en þið, elskurnar ?“ Dot kvað svo vera og hefði líklega farið að teygja lopann um þetta, hefði Meakin, sem var orðinn dálítið órólegur, ekki þaggað niður í henni. „Heyrið þið þetta?“ sagði hann lágt. Þau hlustuðu öll í ákafa, star- andi hvort á annað. Einhver var að koma upp stigann. Dot hljóp til og slökkti ljósið. Þau sátu öll og héldu niðri í sér andanum í myrkrinu. Hubert fannst hann ætla að kafna. Hann gat heyrt hjartað hamast í brjósti sér. Fótatakið nam staðar við dyrnar. Lykli var snúið í skránni. „Ékki það, nei. Ekki það, nei“ sagði hlakkandi rödd, og síðan var ljósið kveikt. Hu- bert sá tvo menn standa í gætt- inni. Annar var hinn skugga- legi Tommy. Hinn var hærri og eldri maður, króknefjaður og svolítið rangeygður. Þeir gengu inn og lokuðu dyrunum á eftir sér. „Áttuð ekki von á okkur, býst ég við,“ sagði sá eldri glott- andi. „Mjög ánægjuleg þessi. óvænta heimsókn. Ó—nei hæg- an, Meaky,“ hrópaði hann, þeg ar Meakin hreyfði sig. „Þú stendur kyrr.“ Og um leið dró hann upp úr vasa sínum eitt- hvað svart og gljáandi. Marg- hleypu. Dot rak upp lágt óp. Lillý settist upp í stólnum, lítil augu hennar urðu snör og athugul. Meakin yppti öxlum og stóð kyrr. „Hvað á þetta að þýða, Jarvey?“ sagði hann rámur. „Það veiztu sjálfur, Meaky,“ sagði herra Jarvey. „Ég veit að þú ert með þá. Þú sleppur ekki. Tommy hérna sá til Luxy. „Rétt er það,“ sagði Tommy og glotti. „Ég er smeykur um, að Luxy hafi hleypt á okkur lögreglunni, til að þú kæmist burt með þá,“ hélt herra Jarvey áfram íhugull," en það tekst ekki, tekst alls ekki. Þú hefur rétt aðeins fengið tíma til að losa þig við þá, en ég held þú hafir ekki gert það. — Komdu með þá, pönnu- kökusmettið þitt,“ bætti hann við með skyndilegri og dólgs- legri hörku, „út með þá strax, eða ég skal laga þig til.“ „Ég er ekki með þá,“ tautaði. Meakin. „Hef aldrei haft þá.“ „Leitaðu á honum, Tommy,‘c
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.