Úrval - 01.06.1953, Side 94

Úrval - 01.06.1953, Side 94
92 ÚRVAL dugnaðarjaxl og kunni skil á mörgu. Og hann var líka sam- vizkusamur. Stepan var jarðsettur, og það var sungin sálumessa yfir hon- um, eins og vera ber. Nastasia var fríðleikskona og átti auk þess talsvert til, enda gengu karlmennirnir á eftir henni með grasið í skónum. En hún var enginn blábjáni og sagði við þá alla: „Enda þótt það geti verið indælt að giftast aftur, þá verð- ur það þó alltaf til þess, að börn- in eignast stjúpföður.“ Og þess vegna létu þeir hana í friði að lokum. Stepan hafði séð vel fyrir heimili sínu. Gott íbúðarhús, hestar, kýr, fullar hlöður. Nas- tasia var kona, sem kunni að vinna, svo að börnunum hennar leið vel og höfðu sannarlega ekki ástæðu til að kvarta. En smám- saman fór allt að ganga erfið- legar. Því að hvemig getur ein- stæðingskona með ungbörn lát- ið gjöld og tekjur standast á? Þessvegna fóru ættingjar Nas- tasiu að nudda í henni: „Seldu skrínið! Hvað hefur þú að gera við það? Það nær engri átt að eiga hluti, sem maður notar ekki. Þegar Tanjusjka er orðin stór, vill hún áreiðanlega ekki sjá þetta stáss. Það hentar henni ekki. Svona hluti hafa bara fínir menn og kaupmenn ráð á að eiga. Okkar líkar geta verið ánægðir, ef þeir eiga belti. Og þetta eru hlutir, sem fólk borgar vel fyrir.“ Þeir reyndu sem sagt að koma vitinu fyrir hana. Og kaupend- ur fóru að sveima kringum hana eins og krákur kringum bein. Það var alltaf einhver staddur hjá henni og vildi eiga viðskipti við hana. Einn bauð hundrað rúblur, annar tvö hundruð. „Við kennum í brjósti um bömin þín,“ sögðu þeir, „og við höfum mikla samúð með þér, af því að þú ert ekkja.“ En hvernig sem þeir reyndu að lokka veslings konuna, þá gekk hún ekki í gildruna. Nastasia mundi vel eftir því, sem gamli námuverkstjórinn hafði sagt — að hún skyldi ekki láta skrínið fyrir gjafverð. Og svo var það líka gjöf unnustans og endurminning um eiginmann- inn. Og ofan á allt bættist svo það, að yngsti telpuhnokkinn hennar fór að gráta beiskum tárum og biðja: „Góða mamma, seldu það ekki! Góða mamma, seldu það ekki! Gefðu mér það heldur, svo að ég geti átt það til minning- ar um hann pabba!“ Stepan hafði nefnilega látið eftir sig þrjú börn. Tvö þeirra voru drengir. Þeir voru eins og önnur börn; en um telpuna var því raunverulega þannig varið, að hún líktist hvorki föður sín- um né móður. Jafnvel meðan Stepan lifði, þegar hún var bara smáangi, kom það fyrir, að fólk furðaði sig á þessu stúlkubarni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.