Úrval - 01.06.1953, Page 98
96
ÚRVAL
þar sem bjarminn var, og fann
skrínið. Þegar hún opnaði það,
fannst henni gimsteinamir vera
fegurri en nokkru sinni. Tan-
jusjka þurfti ekki að fara með
skrínið upp í húsið. Hún gat
skemmt sér við það eins mikið
og hún vildi, þarna niðri í kjall-
aranum.
Og svo gekk allt sinn vana
gang. Móðirin hugsaði með sér:
,,En hvað ég hef falið það vel,
nú veit enginn hvar það er.“
En þegar dóttirin var ein heima,
gaf hún sér alltaf tíma til að
skemmta sér við gjafir föður
síns. Nastasia lét ættingjana
aldrei fá tækifæri til að tala
um sölu dýrgripanna.
„Þegar þar að kemur, þá sel
ég . . .“
Enda þótt hún ætti stundum
erfitt, hélt hún þó öllu í horf-
inu. Þannig liður nokkur ár, en
svo fór þeim að vegna betur.
Eldri bömin fóru að vinna sér
dálítið inn sjálf. Tanjusjka hélt
ekki heldur að sér höndum. Hún
hafði lært að sauma í silki og
með glerperlum. Svo vandvirk
var hún, að beztu saumakonur
hefðarfólksins hrósuðu henni og
furðuðu sig á, hvaðan hún fengi
mynztrin og saumgarnið.
En nú kom dálítið fyrir. Kona
kom í heimsókn til þeirra. Hún
var lágvaxin og hömndsdökk,
á líkum aldri og Nastasia. En
augnaráð hennar var hvasst, og
fiún gaut þannig augunum, að
manni varð ekki um sel. Hún
bar betlipoka úr skinni á bak-
inu og hélt á stafpoka í hend-
inni, eins og beiningakona. Hún
sagði við Nastasiu:
,,Má ég hvíla mig hjá ykkur
í nokkra daga, kona góð? Ég
er orðin dauðþreytt í fótunum
og ég á langa leið fyrir hönd-
um.“
„Það er ekki svo að skilja, að
við teljum það eftir, þó að þú
tyllir þér við arininn,“ sagði
Nastasia. „En það verður ekki
löng hvíld, og við getum ekki
látið þig fá neitt nesti með þér.
Það er ekki stór munnbitinn á
því heimili, þar sem engin er
fyrirvinnan. Á morgnana —
laukögn og sopi. Á kvöldin —
sopi og laukögn. Það er eini
munurinn. Ef þú ert ekki hrædd
við að megrast, þá gerðu svo
vel og reyndu að bjarga þér hjá
okkur eins og bezt þú getur.“
Beiningakonan hafði þegar
lagt frá sér stafprikið og pok-
ann og farið að reima frá sér
skóna. Nastasiu leizt ekki meira
en svo á blikuna. En hún sagði
ekkert.
„Þarna er nú ekki beðið boð-
anna, það veit sá sem allt veit!“
hugsaði hún með sér. „Hún er
varla búin að heilsa, og þó er
hún farin að taka af sér skóna
og opna pokann.“
Og það var satt, konan opnaði
pokann og benti Tanjusjku um
leið að koma til sín.
„Komdu hingað, stúlka mín,
svo að ég geti sýnt þér handa-
vinnuna mína. Ef þér lízt vel