Úrval - 01.06.1953, Side 100

Úrval - 01.06.1953, Side 100
98 tíR. VAL Tanjusjka lét ekki segja sér það tvisvar. Hún hlóð á sig skartgripunum, og konan hrós- aði þeim mjög. „En hvað þetta er fallegt, elsku barnið mitt, en hvað þetta er fallegt! Maður þarf bara að laga það ofurlítið.“ Hún færði sig nær og fór að þukla á gimsteinunum með fingrunum. Hún setti nokkra af skartgripunum á sig, og í sama vettfangi var eins og ljómi þeirra yrði allur annar. Þá sagði konan allt í einu: „Stattu bein, barnið gott!“ Þegar Tanjusjka hafði gert það, fór konan að strjúka henni varlega um hárið og bakið. Stúlkan einblíndi á hana, og þá sagði konan: „Þú átt að snúa þér við, svo að þú sjáir mig ekki. Horfðu svo aftur fram og taktu eftir því sem skeður, en segðu ekkert. Jæja þá, horfðu nú!“ Tanjusjka sneri sér við. Gengt henni var salur og hún hafði aldrei á ævi sinni séð neinn slík- an. Ekki í kirkjunni og ekki heldur annarsstaðar. Loftið hvíldi á tígulegum malakítsúl- um. Veggirnir voru líka þaktir malakíti í mannhæð frá gólfi, og loftið var skreytt mynztri úr sömu steintegund. Andspænis Tanjusjku — alveg eins og í spegli —- stóð svo fögur kona, að önnur slík þekkist hvergi nema í ævintýrum. Hár hennar var svart eins og nóttin og augun græn. Hún bar ógrynni gim- steina og var klædd í skínandi grænt flauel. Hún var algerlega óþvinguð og eðlileg í fasi. Námukonurnar okkar myndu roðna af blygðun að hlaða svona á sig. En þessi græna vera stóð þarna svo róleg, að það var eins og ekk- ert væri eðlilegra. Salurinn var fullur af fólki. Karlmenn- irnir voru í viðhafnarklæðum, hlaðnir gulldjásnum og heið- ursmerkjum. Sumir báru skraut- ið framan á sér, aðrir aftan á sér, og nokkrir voru með gull- flúr á báðum síðum. Þeir virtust vera tignastir. Konur þeirra voru líka þarna í salnum. Þær voru með bera handleggi og flegin brjóst og höfðu skreytt sig með kynstrum af gimstein- um. En hvað var það saman- borið við þá græneygðu! Eng- in jafnaðist á við hana. Við hliðina á þeirri græneygðu stóð ljóseygður karlmaður. Augu hans skutu gneistum og hann var úfinn kringum eyrun eins og íkorni. Klæðnaður hans gerði mann alveg ruglaðann í höfðinu. Maður tók varla eftir gullskrautinu sem hann bar, svo þakinn var hann af glitr- andi gimsteinum. Og þeir voru svo stórir, að maður hefði get- að leitað í tíu ár án þess að finna aðra slíka. Þetta var auð- sjáanlega námueigandinn. Og þessi íkorni var allur á hjólum kringum þá græneygðu. En hún
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.