Úrval - 01.06.1953, Side 102

Úrval - 01.06.1953, Side 102
100 tJRVAL garðsþjónninn hefði fengið ausu af heitu vatni yfir sig. Hann hljóp sína leið eins og barinn rakki og fnæsti: „Dálagleg stúlka að tarna. Hún er ekkert annað en græn- eygður steingervingur! Ég hef aldrei séð annað eins!“ En þótt þjónninn hvæsti, þá sveið honum samt, og seinna gat hann alls ekki gleymt hve fögur Tanjusjka hafði verið. Það var eins og hann hefði orðið bergnuminn — hann var alltaf að ganga framhjá húsinu henn- ar, þótt ekki væri til annars en að gægjast inn um gluggann. Um helgar áttu flestir námu- piltamir eitthvert erindi á þessar slóðir. En þótt vegurinn lægi alveg framhjá glugganum, kom enginn auga á Tanjusjku. Loks fóru grannkonurnar að skensa Nastasiu. „Það er slæmt, að hún Tat- jana þín skuli líta svona stórt á sig. Hún á engar vinstúlkur, og hún lítur ekki á piltana. Hún sættir sig víst ekki við annað en prins, eða ætlar hún kannski að ganga í klaustur?“ Slíkum ávítum svaraði Nas- tasia aðeins með því að and- varpa: „Ég skal segja ykkur, konur, ég veit ekki sjálf hvað ég á að halda. Dóttir mín var bæði skyn- söm og sanngjörn hér áður. En flökkukerlingin hefur heillað hana. Ef maður reynir að tala við hana, þá tekur hún bara upp töfrahnappinn og steinþeg- ir. Ég ætti eiginlega að kasta þessum bölvuðum hnappi út á öskuhaug. En hann hefur líka sína kosti. Hvenær sem silkiþráðurinn fer í flækju eða eitthvað svoleiðis kemur fyrir, þá þarf hún ekki annað en að líta á hnappinn. Hún hefur líka sýnt mér það. Ég er bara orð- in svo sjóndöpur, að ég sé ekki neitt. Maður ætti auðvitað að taka í lurginn á stelpunni — ef hún væri ekki svona myndarleg í höndunum. Þið vitið vel, að maður lifir ekki á öðru en vinn- unni. Ég hugsa og hugsa og ávíta hana. En svar hennar er alltaf það sama: „Mamma, ég veit að ég hef ekki fundið þann rétta enn. Ég get ekki heitbund- izt neinum hér, oð mig langar ekkert til að daðra. Hversvegna má ég ekki vera í friði? Ég geri þó engum neitt mein með þessu?“ Þannig talar hún.“ En það var að minnsta kosti ekki erfitt að lifa. Hannyrðir Tanjusjku voru ákaflega eftir- sóttar. Það bárust ekki einungis pantanir úr sveitinni og frá næstu borg, heldur líka lengra að, þar sem fólk hafði frétt um hana, og það borgaði vel. Það þurfti að vera duglegur karl- maður, ef hann átti að geta unn- ið sér eins mikið inn. Þó urðu þau fyrir óhappi, því að það kviknaði í hjá þeim eina nótt. Hesturinn, kýrin, verkfærin og allt annað brann inni. En skrín-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.