Úrval - 01.06.1953, Page 106

Úrval - 01.06.1953, Page 106
104 tíRVAL megnug. Ef svona stúlka kæmi til Pétursborgar, þá gæti hún vafið keisaranum um litlafing- urinn. Ég verð að sjá um að námueigandinn komi ekki auga á hana.“ Þvínæst skildust þær. Þegar kona Lurks kom heim til sín, fór hún að gorta: ,,Nú þarf ég hvorki á námu- eigandanum né þér að halda, minn góði maður. Verið þið sælir! Ég fer til Pétursborgar eða kannski alla leið til útlanda og sel skrínið, og þegar ég er búin að því, get ég fengið mér tylft af svona eiginmönnum eins og þú ert, ef ég skyldi þurfa á því að halda.“ Þannig gortaði hún. En hana langaði líka sjálfa til að reyna nýkeyptu skartgripina. Því að hún var kona! Og þessvegna flýtti hún sér að speglinum og setti fyrst á sig ennisdjásnið. Æ, æ, hvað var nú þetta — það var alveg óþolandi! Það reif og togaði í hárið. Bezt að taka það af sér. En það var ekki heldur auðvelt. Og þegar hún setti eyrnalokkana á sig, var eins og eyrnasneplarnir ætluðu að slitna af. Og hring- irnir þrengdu svo að fingrun- um, að hún varð að ná þeim af sér með sápu. Hún hugsaði með sér: „Hvaða uppátæki er nú þetta? Það er réttast að ég fari til borgarinnar og tali við gim- steinasala. Hann verður að út- vega kaupanda. Bara að. hann leiki nú ekki á mig og skipti á steinunum.“ Snemma næsta morgun lagði hún af stað. Hún aflaði sér upplýsinga um hver væri bezti gullsmiðurinn og fór til hans. Hann leit á skrínið og spurði hana hvar hún hefði keypt það. Hún skýrði honum frá því sem hún vissi. Gimsteinasalinn skoðaði skrínið á nýjan leik. Hinsvegar hafði hann engan áhuga á steinunum. „Nei, ég tek það ekki,“ sagði hann. „Þér getið farið með það hvert sem þér viljið. Við smíðum ekki svona gripi hér, og við höfum enga löngun til að eiga neitt við þá.“ Konan skildi auðvitað ekki hvað að var. Hún reiddist og flýtti sér til annars gimsteina- sala. En allsstaðar fór á sömu leið. Þeir skoðuðu skrínið ná- kvæmlega, en hirtu ekkert um skartgripina, og færðust und- an öllum afskiptum af málinu. Nú tók konan það ráð að segja að hún hefði komið með skrín- ið frá Pétursborg. Þar gera menn allt mögulegt eins og all- ir vita . . . En þegar hún ætl- aði að fá einn gimsteinasalann til að trúa þessu, hló hann. „Ég veit vel, hvar þetta skrín var smíðað,“ sagði hann, „og ég hef heyrt ýmislegt um þann meistara. Énginn hér getur keppt við hann.“ Konunni var ljóst að málið strandaði á því, að gullsmiðirnir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.