Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 106
104
tíRVAL
megnug. Ef svona stúlka kæmi
til Pétursborgar, þá gæti hún
vafið keisaranum um litlafing-
urinn. Ég verð að sjá um að
námueigandinn komi ekki auga
á hana.“
Þvínæst skildust þær.
Þegar kona Lurks kom heim
til sín, fór hún að gorta:
,,Nú þarf ég hvorki á námu-
eigandanum né þér að halda,
minn góði maður. Verið þið
sælir! Ég fer til Pétursborgar
eða kannski alla leið til útlanda
og sel skrínið, og þegar ég er
búin að því, get ég fengið mér
tylft af svona eiginmönnum
eins og þú ert, ef ég skyldi
þurfa á því að halda.“
Þannig gortaði hún. En hana
langaði líka sjálfa til að reyna
nýkeyptu skartgripina. Því að
hún var kona! Og þessvegna
flýtti hún sér að speglinum og
setti fyrst á sig ennisdjásnið.
Æ, æ, hvað var nú þetta —
það var alveg óþolandi! Það
reif og togaði í hárið. Bezt að
taka það af sér. En það var
ekki heldur auðvelt. Og þegar
hún setti eyrnalokkana á sig,
var eins og eyrnasneplarnir
ætluðu að slitna af. Og hring-
irnir þrengdu svo að fingrun-
um, að hún varð að ná þeim
af sér með sápu.
Hún hugsaði með sér:
„Hvaða uppátæki er nú þetta?
Það er réttast að ég fari til
borgarinnar og tali við gim-
steinasala. Hann verður að út-
vega kaupanda. Bara að. hann
leiki nú ekki á mig og skipti á
steinunum.“
Snemma næsta morgun lagði
hún af stað. Hún aflaði sér
upplýsinga um hver væri bezti
gullsmiðurinn og fór til hans.
Hann leit á skrínið og spurði
hana hvar hún hefði keypt
það. Hún skýrði honum frá því
sem hún vissi. Gimsteinasalinn
skoðaði skrínið á nýjan leik.
Hinsvegar hafði hann engan
áhuga á steinunum.
„Nei, ég tek það ekki,“ sagði
hann. „Þér getið farið með
það hvert sem þér viljið. Við
smíðum ekki svona gripi hér,
og við höfum enga löngun til
að eiga neitt við þá.“
Konan skildi auðvitað ekki
hvað að var. Hún reiddist og
flýtti sér til annars gimsteina-
sala. En allsstaðar fór á sömu
leið. Þeir skoðuðu skrínið ná-
kvæmlega, en hirtu ekkert um
skartgripina, og færðust und-
an öllum afskiptum af málinu.
Nú tók konan það ráð að segja
að hún hefði komið með skrín-
ið frá Pétursborg. Þar gera
menn allt mögulegt eins og all-
ir vita . . . En þegar hún ætl-
aði að fá einn gimsteinasalann
til að trúa þessu, hló hann.
„Ég veit vel, hvar þetta skrín
var smíðað,“ sagði hann, „og ég
hef heyrt ýmislegt um þann
meistara. Énginn hér getur
keppt við hann.“
Konunni var ljóst að málið
strandaði á því, að gullsmiðirnir