Úrval - 01.06.1953, Side 107
SKARTGRIPASKRÍNIÐ
105
voru hræddir við eitthvað.
Meira vissi hún ekki. Hún
minntist þess, að konan sem
hafði selt henni skrínið, hafði
sagt, að dóttir hennar hafi haft
yndi af að skreyta sig með grip-
unum.
„En það er ekki hægt að selja
þeirri græneygðu það. Þetta
eru lagleg vandræði!“
En það leið ekki á löngu áður
en henni kom ráð í hug.
„Þarna kom það! Ég sel ein-
hverjum ríkum kerlingarbjálfa
skrínið. Hún kemst að því að
hún hefur verið göbbuð, þegar
þar að kemur. En peningarnir
verða að minnsta kosti komnir
í mínar hendur,“ hugsaði hún
með sér og hélt heim til Pole-
voje.
Þar biðu hennar mikil tíðindi.
Henni var sagt, að gamli mað-
urinn væri dáinn. Hann hafði
beitt brögðum við Lurk. En
dauðinn hafði beitt hann sjálfan
enn meiri brögðum. Hann drap
á dyr hans áður en honum hafði
tekizt að koma syni sínum í
hjónabandið, og nú var það
hann, sem var námueigandinn.
Það leið ekki á löngu áður en
kona Lurks fékk bréf frá hon-
um. Hann kvaðst mundu koma
til námunnar undir eins og vor-
aði, til þess að heimta aftur ást-
mey sína, og hljóðfæraleikarinn
gæti farið norður og niður. Lurk-
ur komst að þessu. Hann ætlaði
alveg að ganga af göflunum.
Það var auðséð, að honum þótti
þetta mikil hneisa. Enda þótt
hann væri námustjóri átti nú að
hrifsa frá honum konuna rétt
fyrir framan nefið á honum!
Hann fór að drekka eins og vit-
laus maður. Auðvitað með starf s-
mönnunum. Þeir vildu gjarnan
fá tækifæri til að votta honum
þakklæti sitt. Einu sinni, þegar
þeir sátu að sumbli, fór einn af
drykkjubræðrunum að gorta:
„Hérna í þorpinu er svo falleg
stúlka, að hún á engan sinn
líka.“
Lurkur fór að spyrja hann:
„Hver er hún? Og hvar á hún
heima?“
Menn minntu hann á skrínið
og sögðu, að konan hans hefði
keypt það af fjölskyldu stúlk-
unnar.
„Þá verðum við að líta á
hana!“ sagði Lurkur og þetta
gerði drykkjufélaga hans enn
ákafari:
„Við skulum fara þangað
strax og skoða nýja húsið, sem
þau hafa bvggt. Fjölskyldan er
að vísu ekki ánauðug, en hún
býr að minnsta kosti á landar-
eign námunnar. Það kemur sér
vel.“
Nokkrir þeirra fóru með Lurk.
Þeir höfðu með sér keðju, til
þess að geta mælt, hvort rétt
millibil væri á milli stauranna,
og fullvissað sig þannig um að
Nastasia hefði ekki seilzt inn
á land nágrannanna. Þetta var
sem sé eftirlitsferð. Á eftir fóru
þeir heim að húsinu, og það vildi
svo til, að Tanjusjka var ein
heima. Þegar Lurkur sá hana,