Úrval - 01.06.1953, Page 113
SKARTGRIPASKRÍNIÐ
111.
Svo fór hún inn í malakítsalinn.
Allir hneigðu sig djúpt fyrir
henni. En Tanjusjka stóð graf-
kyrr.
„Bendið mér strax á þessa
ókurteisu unnustu vors unga
námueiganda!“ hrópaði keis-
aradrottningin.
Tanjusjka hlustaði á þetta
án þess að láta sér bregða.
„Jæja, svo að þú hefur fund-
ið upp á þessu líka!“ sagði hún
við námueigandann. „Ég bað
þig um að sýna mér keisara-
drottninguna, og þú lofaðir því!
En nú svíkur þú mig ennþá
einu sinni! Eg vil ekki sjá þig
framar. Hérna eru steinarnir
þínir!“
Að svo mæltu hallaði hún sér
að malakítveggnum og var
horfin. Það eina sem eftir var,
voru glitrandi gimsteinarnir,
sem virtust vera fastir við
vegginn, þar sem höfuð og
hendur stúlkunnar höfðu áður
verið.
Allir urðu auðvitað óttaslegn-
ir, og keisaradrottningin féll í
ómegin. Menn flýttu sér að
lyfta henni upp af gólfinu.
Þegar mesta uppnámið var um
garð gengið, sagði einn af vin-
um námueigandans við hann:
„Flýttu þér að ná steinunum.
Það er um að gera að láta
hendur standa fram úr ermum.
Svona hlutir eiga ekki við hér
— við hirðina! Nú veit maður
líka hvers virði þeir eru.“
Námueigandinn fór því að
losa steinana. En jafnskjótt og
hann snerti þá, breyttust þeir
í dropa í höndum hans. Einn var
gagnsær eins og tár, annar gul-
ur, þriðji rauður sem blóð. Og
hann náði engum. Þegar hon-
um varð litið niður, sá hann
hnapp liggja á gólfinu. Einsk-
isverðan hlut úr flöskugleri.
En í örvæntingu sinni tók hann
jafnvel hnappinn upp. En ekki
var hann fyrr búinn að því en.
hnappurinn varð að stórum
spegli, þar sem hann sá fagra,
græneygða stúlku, sem bar
klæði úr malakíti og var
skreytt dýrustu gimsteinum.
Hún hló og gretti sig framan
í hann:
„Einfaldi íkorninn þinn!
Datt þér í hug að þú gætir náð
í mig? Eins og þú gætir orðið
keisarinn minn!“
Nú missti ungi námueigand-
inn þá litlu vitglóru, sem hann
hafði haft. En hann geymdi
hnappinn. Hann starði bara á
hann, og þar sá hann alltaf þá
græneygðu, sem hló og stríddi
honum. 1 örvæntingu sinni fór
hann að drekka og drakk svo
að náman var brátt seld á upp-
boði.
Lurkur var líka tíður gestur
á kránum. Meðan hann var að
drekka sig í hel, var hann
alltaf með útsaumuðu myndina.
Síðan veit enginn hvað um
hana hefur orðið.
Konu Lurks farnaðist ekki
betur. Hvernig getur maður
fengið peninga út á skuldar-
viðurkenningu, þegar hver