Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 115
Úr ýmsum áttum.
Framhald af 4. kápusíðu.
leiðslukostnaðinn megi fljótlega
lækka um tvo-þriðju, og muni það
þá verða samkeppnisfært.
Hvaða þjóð drekkur mest?
Sænska áfengisvarnarnefndin
(Nykterhetskommittéen) hefur
gefið út skýrslu um áfengisneyzlu
i 8 löndum Evrópu. Margan fróð-
leik er að finna í þessari skýrslu,
en hér birtast aðeins tölur um
heildarmagn áfengisneyzlu, flokk-
að i þrjá flokka: sterk vín, létt
vín og öl. Island er ekki þarna
með, en því er bætt hér við, og
er það samkvæmt upplýsingum frá
Áfengisverzlun ríkisins. Sterku
vínin eru umreiknuð í 100% alko-
hóllitra, en léttu vínin og ölið er
reiknað í lítratali, og allar eru
tölumar miðaðar við neyzlu á
hvern íbúa á ári.
Sterk vín Létt vín Ö1
Svíþjóð . . . .. . 5,2 i,i 25,0
Danmörk .. . . . 1,1 3,0 53,6
Noregur ... . . . 2,44 0,94 18,1
Finnland . . . .. 2,78 0,5 5,7
Bretland .. .. . 1,03 1,13 56,9
Holland . .. ... 3,20 0,5 10,4
Belgia .. . 1,35 ? 123,0
Frakkland . ... 3,60 87,8 21,0
ísland .... .. . 1,27 0,4
Bílafjöldinn í heiminum.
Bílunum í heiminum fjölgar
stöðugt. Tala fólksbíla á hverja
1000 íbúa er nú sem hér segir i
nokkrum löndum: Bandaríkjunum
281, Hawaii 252, Kanada 152, Nýja
Sjálandi 132, Ástralíu 121, Bret-
landi 47, Svíþjóð 45, Islandi 43,
Frakklandi og Suðurafríku 40 og
Danmörku 29.
Kynþáttamál í Belgíska Kongó.
1 Parísarútgáfu blaðsins New
York Herald Tribune var nýlega
frá því skýrt, að í Belgísku Kongó
séu 364 hvítir læknar, einn á hverja
40.000 íbúa. Kongónegrar fá ekki
að stunda nám við belgiska há-
skóla, og um ástæðuna til þess
segir landsstjórinn, Ivan de Thi-
bault: „Það mundi aðeins skapa
óánægju, þvi að jafnvel bezt
menntuðu Kongónegrar myndu
aldrei geta skilið menningu og
stjórnarhætti Evrópumanna. Við
álítum, að það mundi reynast mjög
hættulegt að senda Kongónegra
til Evrópu."
1 greininni segir einnig, að negr-
um og hvítum mönnum sé haldið
stranglega aðskildum, og að negr-
unum finnist ekkert athugavert
við það, væntanlega m. a. af því
að þeir gera sér ekki grein fyrir
að það geti verið öðruvísi. Verka-
lýðsfélög hinna innbornu eru undir
stjórn hvítra manna. Engir negr-
ar skipa ábyrgðarstöður í stjórn
landsins og engin blöð eru gefin
út á máli þeirra. Kvikmyndir, sem
landsbúum er leyft að sjá, eru
valdar af yfirvöldunum.
Framhald á 2. kápusíðu.