Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 4
2
Orval
augum á framtíðina, en hann
hafði gert í skáldsögum sínum ?“
Svarið sem ég fékk við þess-
um spurningum var næsta ó-
vænt. Hið furðulega unglega, já
næstum unglingslega andlit
Huxleys ljómaði þegar hann
sagði mér frá „ógleymanlegri
tilraun“ sem hann hefði tekið
þátt í fyrir nokkrum vikum. I
tilefni af ársþingi amerískra
sálfræðinga, sem haldið hafði
verið í Los Angeles, hafði ung-
ur læknir spurt hann, hvort
hann vildi gerast ,,tilraunadýr“
við prófun á nýju nautnalyfi.
,,Það var nýtt efni frá stórri
svissneskri lyfjaverksmiðju,“
sagði Huxley mér, „efnafræðileg
eftirlíking á meskalín, sem áður
hafði aðeins verið unnið úr sér-
stakri kaktustegund. Ég var
fullvissaður um, að lyf þetta
væri algerlega ósaknæmt og
engin hætta á að maður gæti
vanizt á það. Þetta gervimeska-
lín hafði hingað til aðallega ver-
ið prófað á geðsjúklingum eða
læknum, sem með notkun þess
vildu öðlast nánari samkennd
með geðsjúklingum sínum og
þeim kynlega heimi, sem kleyf-
huginn (Schizophren) lifir í. En
nú var ætlunin að gera kerfis-
bundnar tilraunir á hundrað
mönnum, sem taldir eru „yfir
meðallag“ að gáfum, þeirra á
meðal heimspekingum, skáldum,
málurum, tónlistarmönnum og
stjórnmálamönnum. Ég féllst á
að vera tilraunadýr og sé ekki
eftir því.“
Síðan skýrði AldousHuxley frá
reynslu sinni undir meskalíná-
hrifunum af sjaldgæfu fjöri og
hrifningu. En þótt ég kæmist
ekki hjá því að hrífast með af
frásögn hans, gat ég ekki var-
izt ónotatilfinningu. Ég hafði
lengi haft mikið álit á mannin-
um, sem sat þarna í hæginda-
stól sínum með langa krosslagða
fætur, í blárri skyrtu, opinni í
hálsinn, og hallaði höfðinu lítið
eitt aftur, og sú hreinskilni sem
hann sýndi næstum ókunnugum
manni hefði átt að styrkja það
álit. En í stað þess var ég grip-
inn einskonar umburðarlyndri
meðaumkun, líkt og andspænis
sjúkum vini eða nákomnum
manni sem er drukkinn.
Líklega var það þessi tilfinn-
ing, sem réði því, að ég skrifaði
ekki um þennan samfund okkar
þá. En nú, eftir að Huxley hefur
sjálfur skýrt opinberlega frá
þessari ferð sinni til „gervipara-
dísar“ meskalínnautnarinnar, sé
ég ekki ástæðu til að þegja leng-
ur. Kverið, sem kom út í Lond-
on snemma á þessu ári, undir
nafninu „The Doors of Percept-
ion“ (Dyr skynjunarinnar), mun
lifa áfram sem óvenjulegt og
sérstætt mannlegt heimildarrit.
Það lýsir ekki aðeins mannin-
um Aldous Huxley, heldur einn-
ig ástandi hins vestræna manns
nú á tímum, þrá hans til að
hefja sig upp yfir sjálfan sig og
þann veruleika sem hann hefur
skapað sér og stundmn skelfir
hann.