Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 4

Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 4
2 Orval augum á framtíðina, en hann hafði gert í skáldsögum sínum ?“ Svarið sem ég fékk við þess- um spurningum var næsta ó- vænt. Hið furðulega unglega, já næstum unglingslega andlit Huxleys ljómaði þegar hann sagði mér frá „ógleymanlegri tilraun“ sem hann hefði tekið þátt í fyrir nokkrum vikum. I tilefni af ársþingi amerískra sálfræðinga, sem haldið hafði verið í Los Angeles, hafði ung- ur læknir spurt hann, hvort hann vildi gerast ,,tilraunadýr“ við prófun á nýju nautnalyfi. ,,Það var nýtt efni frá stórri svissneskri lyfjaverksmiðju,“ sagði Huxley mér, „efnafræðileg eftirlíking á meskalín, sem áður hafði aðeins verið unnið úr sér- stakri kaktustegund. Ég var fullvissaður um, að lyf þetta væri algerlega ósaknæmt og engin hætta á að maður gæti vanizt á það. Þetta gervimeska- lín hafði hingað til aðallega ver- ið prófað á geðsjúklingum eða læknum, sem með notkun þess vildu öðlast nánari samkennd með geðsjúklingum sínum og þeim kynlega heimi, sem kleyf- huginn (Schizophren) lifir í. En nú var ætlunin að gera kerfis- bundnar tilraunir á hundrað mönnum, sem taldir eru „yfir meðallag“ að gáfum, þeirra á meðal heimspekingum, skáldum, málurum, tónlistarmönnum og stjórnmálamönnum. Ég féllst á að vera tilraunadýr og sé ekki eftir því.“ Síðan skýrði AldousHuxley frá reynslu sinni undir meskalíná- hrifunum af sjaldgæfu fjöri og hrifningu. En þótt ég kæmist ekki hjá því að hrífast með af frásögn hans, gat ég ekki var- izt ónotatilfinningu. Ég hafði lengi haft mikið álit á mannin- um, sem sat þarna í hæginda- stól sínum með langa krosslagða fætur, í blárri skyrtu, opinni í hálsinn, og hallaði höfðinu lítið eitt aftur, og sú hreinskilni sem hann sýndi næstum ókunnugum manni hefði átt að styrkja það álit. En í stað þess var ég grip- inn einskonar umburðarlyndri meðaumkun, líkt og andspænis sjúkum vini eða nákomnum manni sem er drukkinn. Líklega var það þessi tilfinn- ing, sem réði því, að ég skrifaði ekki um þennan samfund okkar þá. En nú, eftir að Huxley hefur sjálfur skýrt opinberlega frá þessari ferð sinni til „gervipara- dísar“ meskalínnautnarinnar, sé ég ekki ástæðu til að þegja leng- ur. Kverið, sem kom út í Lond- on snemma á þessu ári, undir nafninu „The Doors of Percept- ion“ (Dyr skynjunarinnar), mun lifa áfram sem óvenjulegt og sérstætt mannlegt heimildarrit. Það lýsir ekki aðeins mannin- um Aldous Huxley, heldur einn- ig ástandi hins vestræna manns nú á tímum, þrá hans til að hefja sig upp yfir sjálfan sig og þann veruleika sem hann hefur skapað sér og stundmn skelfir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.