Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 83
HETJUR 1 STRlÐI OG FRIÐI
81
núna, en hann verður að hafa
eins góða aðbúð og mögulegt er.
Það er ekki hægt að gera mikið
fyrir níutíu dollara á mánuði.
Þessvegna er ég farin að vinna
úti, frá klukkan sex á morgn-
ana til tíu. Ég er komin heim
nógu snemma til að elda mið-
dagsmatinn."
„Og hvenær ætlið þér að lesa
Shakespeare “
„Ég hef hann hjá mér í eld-
húsinu og lít í hann þegar ég
má vera að.“
*
Rústa stóð uppi á stól og var
að basla við að koma upp
gluggatjöldunum, þegar barið
var að dyrum. Það voru Dodson-
hjónin. Viðkunnaleg, ung hjón.
En Dóra var alger andstæða
Rústu — ljóshærð og veikbyggð,
með blá, dreymandi augu. Hún
var ein af þeim, sem geta vafið
hraustustu karlmönnum um
fingur sér. Mér leizt vel á hana.
Mér leizt líka vel á Phil, eigin-
mann hennar. Hann var hár,
renglulegur náungi, með jarpan
hárlubba og hreinskilnisleg, blá
augu. En það var hægt að sjá
það á augum hans, að þátttaka
hans í stríðinu hafði ekki verið
önnur eða meiri en að sitja við
skrifborð í Washington.
„Við fréttum að þér væruð
komin,“ sagði Dóra hæversklega.
„Við erum Phil og Dóra Dodson,
og okkur datt í hug að líta inn
og bjóða yður velkomna." Hún
leit á gluggatjöldin og myndina.
„Okkur datt líka í hug að spyrja
yður hvort þér vilduð ekki
skreppa til okkar í kvöld og
hitta nokkra af kunningjum
okkar.“
„Við uppgjafahermennirnir
eigum að starfa saman,“ sagði
Phil brosandi.
„Auðvitað. Jim verður kom-
inn nógu snemma. Hann hefur
gott af því.“ Hún sá að Dóra
horfði á myndina. „Þetta er
hann,“ sagði hún.
Dóra brosti og daufur roði
færðist yfir vanga hennar. „Mér
datt það í hug.“
„Við erum stolt af því að
hann skuli vera nágranni okk-
ar,“ sagði Phil.
Dóra gekk að myndinni og
tók liana upp. Þetta var í raun-
inni ekkert athugavert, en ein-
hvernveginn kunni ég ekki við
það.
„Þér komið líka,“ sagði Phil
og vék sér að mér.
Það var ekki laust við að ég
væri einmana. Konan mín hafði
dáið fyrir fimm árum og böm-
in voru í Evrópu. Kvöldin voru
stundurn lengi að líða.
„Þakka ykkur fyrir,“ sagði ég.
Dodsonhjónin fóru og Rústa
stökk niður af stólnum.
„Fyrirtaks fólk,“ sagði hún.
Við vorum tíu samankomin í
dagstofukytru Dodsonhjónanna.
Meðaí þeirra voru þau Allan og
Magga Harding, sem áttu heima
í húsinu beint á móti, og Trevor
og Alice Field, sem höfðu kom-
ið með ársgamalt barn sitt.